Íþrótta- og tómstundanefnd

2. september 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 175

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1109131 – Íþróttamannvirki, viðhaldsmál

      Farið yfir viðhaldmál sundlauga og íþróttahúsa árið 2013

      Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinn með þá miklu viðhaldsvinnu, sem farið hafa fram við sundlaugar bæjarins og vonast eftir því haldið verðið áfram á sömu braut varðandi nauðsynlegt viðhald á íþróttamannvirkjum.

    • 1106161 – Tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Á fundi Fjölskylduráðs þ. 12 júní s.l. var tillögum Ungmennaráðs sem snerta málaflokka sviðsins vísað til Íþrótta- og tómstundarnefndar.

      Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þeirri vinnu sem Ungmennaráð hefur staðið fyrir.

    • 1308558 – Frístundaheimili, skráning.

      Kynnt skráningaaukning í frástundaheimili nú í haust og hvernig gengur að ráða inn starfsmenn.

      Kynning.

    • 1308561 – Lýðræðisverkefni ungmennaráðs, Youth: Your Voice

      Kynning á lýðræðisverkefni ungmennaráðs.

      Kynning.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lagðar fram fundargerðir 52. fundar, haldin miðvikudaginn 19. júní kl. 18.30 og 53. fundar, haldin miðvikudaginn 14. ágúst kl. 17.00 Haldnir í Húsinu Staðarbergi 6.

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerðir.Þar sem þetta var síðasti fundur Valgerðar Fjölnisdóttur sem áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs, þakkar íþrótta- og tómstundanefnd henni fyrir vel unnin störf.

Ábendingagátt