Íþrótta- og tómstundanefnd

16. september 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 176

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Gísli Rúnar Gíslason varamaður

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1309218 – Samkomulag Kvartmíluklúbbsins og Ökukennarafélag Íslands.

      Lögð fram drög að samkomulagi um nýtingu Kvartmílubrautarinnar og nærliggjandi svæði, sem aksturskennslusvæði fyrir ýmsar tegundir ökukennslu.

      Lagt fram til kynningar. Formanni íþrótta- og tómstundanefndar falið að skoða málið á milli funda.

    • 1106161 – Tillögur ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

      Farið yfir þær tillögur ungmennaráðs til bæjarstjórnar sem heyra undir íþrótta- og tómstundanefnd.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur æskulýðsfulltrúa og íþróttafulltrúa að vinna að framgangi þeirra tillagna sem snúa að málaflokknum.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2013

      Lagt fram yfirlit/starfsskýrsla yfir sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar fyrir ÍTH sumarið 2013.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Farið yfir framkvæmd 17. júní hátíðarhalda sem fór fram í miðbæ Hafnarfjarðar. Skoðað hvernig gekk og hvað má bæta.

      Lagt fram til kynningar.Stofnaður var starfshópur um framkvæmdina. Að mati starfshóps gekk dagurinn í heild sinni vel.

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2013

      2. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 2. september 2013 á skrifstofu íþróttafulltrúa Íþróttahúsinu við Strandgötu$line$

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Ár 2013, mánudaginn 2. september var haldinn 333. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgar-svæðisins. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 08.40.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      53. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. Miðvikudaginn 14. ágúst 2013, kl.17:00 og 54. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. Miðvikudaginn 28. ágúst 2013, kl.17:00

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerðir.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      106. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar haldin 23 ágúst 2013 og 107 fundur vinnuhóps/byggingarnefndar haldin 5. águst 2013. Fundirnir haldnir á skrifstofu Fimleikafélag Hafnarfjarðar í kaplakrika Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt