Íþrótta- og tómstundanefnd

30. september 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 177

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1309218 – Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands, Samkomulag

      Lagt fram samkommmulag um nýtingu Kvartmílubrautarinnar og nærliggjandi svæði, sem aksturskennslusvæði fyrir ýmsar tegundir ökukennslu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar samkomulaginu, og samþykkir fyrir sitt leiti betri nýtingu á svæðinu.

    • 1309219 – Tímaúthlutun ÍBH.

      Rætt um úthlutun IBH á tímum í íþróttahúsum og úthlutun á styrkjum frá Alcan og Íslenskri getspá. Fulltrúi ÍBH kynnir Felix félagskerfi ÍSÍ og UMFÍ. Kynnt Nora skráninga- og greiðslukerfi.

      Framkvæmdastjóri ÍBH kynnti úthlutunarreglur og framkvæmd á úthlutun tíma í íþróttahúsum einnig var farið yfir Felix félagakerfi ÍSÍ, sem er notað um land allt til úthlutunnar á lottóstyrkjum til íþróttahéraða og sérsambanda.Félög verða að senda inn í Felix starfskýrslu með m.a. iðkendalista til að geta tekið þátt í íþróttamótum á vegum íþróttasamtakanna innan ÍSÍ.$line$$line$Lára Janusdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Íþrótta og tómstundarnefnd $line$leggur fram eftir farandi bókun:$line$$line$Þar sem innleiðing og notkun á Nora kerfinu hefur reynst vel og ætti að gefa réttustu myndina af íþróttaástundun hafnfirskra barna og unglinga hjá hafnfirskum íþróttafélögum leggur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins til að ÍBH færi sig úr Felix yfir í Nora kerfið vegna úthlutun tíma í íþróttahúsum og útgefnu talnaefni um fjölda iðkenda barna og unglinga hjá hafnfirskum íþróttafélögum.$line$

    • 1210020 – Fjárhagsáætlun 2014, vinnuáætlun ÍTH

      Íþróttafulltrúi og deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fara yfir helstu atriði varðandi gerð og skil á fjárhagsáætlu fyrir n.k. ár 2014.

      Kynning á helstu atriðum við gerð fjárhagsáætlunar.Launaáætlun, rekstraráætlun, viðhaldsmál og fl.

    • 1305181 – Frístundaúrræði fyrir börn með sérþarfir

      Kynning á Frístundaklúbb fyrir börn með fatlanir 10 – 15 ára Um dagvistun er að ræða eftir að skóla lýkur.

      Lagt fram til kynningar.Starfsemin verður staðsett í vinnuskóla Hafnarfjarðar, Hrauntungu 5.

    • 1309608 – Nemendaráðsnámskeið ÍTH

      ÍTH Námskeið fyrir stjórnir nemendafélaganna í fyrir fulltrúa 8. og 9. bekkja í stjórnun nemendafélaga grunnskólanna í Hafnarfirði

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      108. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika, var haldinn fimmtudaginn 12. september 2013, kl. 08.16 á skrifstofu$line$Fimleikafélags Hafnarfjarðar í Kaplakrika Hafnarfirði..

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      55.Fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. miðvikudaginn 11. september 2013, kl.17:00

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt