Íþrótta- og tómstundanefnd

20. janúar 2014 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 184

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1201337 – Aðgangstölur sundstaða 2013

      Lagt fram upplýsingar yfirlit um aðsóknartölur í sundlaugar bæjarins árið 2013. Gestir sundlauga í Hafnarfirði eru 611.344 sem er aukning um 7.423 þús. gesti

      Lagt fram til kynningar

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2013

      Rætt um íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem haldin var í desember s.l í íþróttahúsinu v/Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Þar voru heiðraðir allir þeir sem urðu Íslands-, Bikar- og Norðulandameistarar með íþróttafélögum frá Hafnarfirði. Auk þess sem útnefning á íþróttakonu og íþróttakarli í Hafnarfirði árið 2013 og íþróttaliði ársins 2013 fór fram.

      Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hafnfirskum íþróttamönnum ársins 2013 til hamingju með frábæran árangur.

    • 1201358 – Afreksmannsjóður,úthlutun.

      Úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, fer fram í lok janúar.

    • 1201357 – Húsaleigustyrkir til ÍBH 2013 yfirlit

      Lagt fram yfirlit íþróttafulltrúa um húsaleigukostnað vegna afnota aðildarfélagaÍBH af íþróttahúsnæði árið 2013 og skiptingu á milli íþróttafélaga samkvæmt fjárhagsáætlun og tímaúthlutun til ÍBH.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1101166 – Körfuknattleiksdeild Hauka, styrkbeiðni

      Bréf frá Körfuknattleiksdeild Hauka, dags. 9. janúar 2014 þar sem óskað er eftir styrk til að halda minniboltamót fyrir krakka sem eru 11 ára og yngri.

      Íþrótta- og tómstundanefn samþykkir fyrir sitt leiti að styrkja verkefnið um 75.þús og felur Íþróttafulltrúa afgreiðslu málsins.

    • 1201549 – Lífshlaupið, Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

      Íþróttafulltrúi sagði frá fræðslu- og hvatningarverkefnisins Lífshlaupið á vegum Íþróttasambands Íslands.

      Íþrótta- og tómstundanefn hvetur alla til þess að taka þátt í verkefninu.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2014

      Fari yfir fyrikomulag, ráðninga hjá ÍTH. fyrir sumarið 2014

      Íþrótta- og tómsundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög um almennar vinnureglur við ráðningar sumarstarsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ 2014.

    • 1401518 – Sundlauganótt á Vetrarhátíð.

      Sundlauganótt verður haldin í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar þá verður frítt inn og boðið upp á ýmsa viðburð.Í bréfi frá Höfuðborgarstöfu til forstöðumanns sundstaða Í Hafnarfirði er spurt hvort Hafnarfjörður hefði áhuga að taka þátt.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að taka ekki þátt í verkefninu, en stefnir að sambærilegum viðburði á “Björtum dögum” í Hafnarfirði.

    • 1211147 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

      Lagt fram bréf frá Róberti Magnússyn sem er í stjórn hjá Torfæruhjóladeild AÍH. Óskað er eftir samstarfi varðand aðkomu deildarinnar að Músik- og Mótorhúsinu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur Æskulýðs og forvarnarfulltrúa að vera í sambandi við AÍH varðandi erindið.

    • 1401582 – Verkefnastjóri forvarna

      36 umsóknir bárust vegna ráðningar vekefnisstjóra forvarna. Guðbjörg Magnúsdóttir frístundaráðgjafi hefur verin ráðin í starf verkefnastjóra forvarna hjá Hafnarfjarðarbæ.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      111. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika var haldinn þriðjudaginn 16. Janúar 2014, kl. 08.07 á skrifstofu Fasteignafélags Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2014

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$6. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 13. janúar 2014 í félagsaðstöðu Knattspyrnufélagsins Hauka.

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Fimmtudaginn 5. desember var haldin 335 fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.Lögð fram fundargerð.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$61. fundur haldinn 3. des. 2013 62.fundur haldinn 17. des 2013 og 63.fundur haldinn 7.jan. 2014 haldið í Húsinu, Staðarbergi 6$line$

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundagerðir.

Ábendingagátt