Íþrótta- og tómstundanefnd

31. mars 2014 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 189

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Þórður Ingi Bjarnason Fulltrúi foreldraráð Hafnarfjarðar

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1402380 – Vinnuskólinn, fyrirkomulag 2014

      1. Breyting á fyrirkomulagi Skólagarða og Tómstund 2014.$line$$line$2. Samningur við íþróttafélög vegna sumarstarfsmanna.

      Til fundarins mætti Axel Guðmundsson, skólastjóri Vinnuskólans og kynnti fyrirkomulag skólagarða, Tómstund 2014 og samningana við íþróttafélögin.$line$$line$1. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir breytt fyrirkomulag Skólagarða og Tómstund 2014$line$$line$2. Smningur við íþróttfélög lagður fram til kynningar.

    • 1203246 – ÍBH, tímaúthlutun 2014- 2015

      Íþróttafulltrúi lagði fram tímaúthlutun til ÍBH fyrir árið 2014-2015 í íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði. Úthlutaðir tímar eru um 32 þúsund þegar saman er tekin sumar- og vetrarúthlutun.

      Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir tímaúthlutun til ÍBH fyrir árið 2014-2015.

    • 1203105 – Ársfundur F.Í.Æ.T. 2013

      Vorfundur FÍÆT haldinn á Egilsstöðum 2.- 3. maí 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1204252 – Viðhaldsáætlun útisvæða íþróttafélaganna árið 2014

      Lögð fram til upplýsinga viðhaldsáætlun útiíþróttasvæða í Hafnarfirði fyrir árið 2014. Ásamt viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra kalskemmda knattspyrnuvalla.

      Lagt fram til kynninga.

    • 1403390 – Klórvél

      Lagt fram til kynningar, kaup á Elcozid klórvél fyrir Suðurbæjarlaug.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþróttafulltrúa og verkefnastjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við Fasteignafélagið.

    • 1306104 – Veggjakrot í Hafnarfirði

      Lagðar fram til kynnningar verklagsreglur um aðgerðir gegn veggjakroti. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti verklagsreglurnar á fundi sínum 12. mars sl.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir verklagsreglur um veggjakrot.

    • 1403425 – Sumarnámskeið Tabú

      Sumarnámskeið Tabú um mannréttindi, fordóma og staðalímyndir fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í Hafnarfirði 2014

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur Æskulýð og forvarnafulltrúa að vinna að málinu.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      114. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika var haldinn mánudaginn 24. mars 2014, kl. 08.07 á skrifstofu Fimleikafélagsins í Kaplakrika.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$67. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. þriðjudaginn 25. mars 2014, kl. 21:00$line$

      Áheyrnafulltrúi fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt