Íþrótta- og tómstundanefnd

22. ágúst 2014 kl. 08:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 195

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Þórður Ingi Bjarnason áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1205167 – Gönguleiðir fyrir eldri borgara og staðsetning bekkja

      Samstarfsverkefni: Öldungaráðs Hafnarfjarðar, Félags eldri borgara, Félags sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar.

      Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinn hreyfingu eldri borgara. Göngukort eru meðal annars í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðar þar sem hægt er að sjá merktar gönguleiðir.

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH.

      Kynning og upplýsingar um ÍBH.

      Fulltrúi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór yfir umfang, skipulag og starfsemi Íþróttabandalagsins.

    • 1008266 – Vettvangsferð á starfsstaði málaflokksins.

      Kynning og skipulag á starfssöðum, sem heyra undir Íþrótta- og tómstundanefnd.

      Rætt um starfstaði og skipulag vettfangsferða á staðina, sem áætlað er að heimsækja á næstu fundum.

    • 1305358 – Ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH

      Markmið matsins var að afla upplýsinga um sérkenni og stöðu þjónustunnar út frá sjónarhorni starfsfólks, foreldra, barna og unglinga. $line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1304482 – Vímuefnaneysla- Vímuefnaneyslu ungs fólks

      Skýrsla Rannsóknar og greiningar 2014 um vímuefnaneyslu unglinga í Hafnarfirði.

      Lagt frm til kynningar niðurstöðu rannsóknar meðal nemenda í 8. 9. og 10. bekk árið 2014

    Fundargerðir

Ábendingagátt