Íþrótta- og tómstundanefnd

31. október 2014 kl. 08:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 200

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1410563 – 25 ára afmæli Suðurbæjarlaugar.

      Þann 28.október eru 25 ár frá vígslu Suðurbæjarlaugar.

      Suðurbæjarlaug 25 ára 28.október 2014. Íþrótta-og tómstundanefnd fagnar þessum áfang, og óskar starfsfólki og gestum Suðurbæjarlaugar til hamingju með afmælið.

    • 1410421 – Könnun á þátttöku barna í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi.

      Fulltrúi Samfylkingar gerir tillögu um að gerð verði sérstök könnun á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Þar verði áhersla m.a. lögð á áhrif gjaldtöku á þátttöku, viðhorf og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í því skyni að tryggja jafnan aðgang að henni. Könnuninni verði einnig ætlað að kanna sérstaklega stöðu barna af erlendum uppruna og þátttöku þeirra í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.$line$Fengin verði utankomandi aðili til að að halda utan um hönnun og framkvæmd rannsóknarinnar í samstarfi við íþrótta- og tómstundanefnd.$line$Niðurstöður rannsóknarinnar verði nýttar til að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir í málaflokknum.$line$

      Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í Íþrótta- og tómstundanefnd leggja fram eftirfarandi bókun.$line$ $line$Við teljum ekki þörf á að fara í sérstakt könnunarátak að svo komnu máli. Gerðar eru kannanir á hverju ári þar sem m.a. er skoðuð staða barna af erlendum uppruna og telur meirihluti nefndarinnar að það sé eitthvað sem hægt er að byggja á. Einnig er tekinn til starfa starfshópur sem skipaður var af fjölskylduráði þar sem m.a. á að taka til skoðunar gjaldþátttöku bæjarins.Við leggjum til að starfshópurinn fái tækifæri til að ljúka sínum störfum og málið verði skoðað í kjölfarið á þeirri vinnu.$line$

    • 1410422 – Bygging og rekstur íþróttamannvirkja.

      Fulltrúi Samfylkingar leggur til að nefndin fái kynningu á gildandi fyrirkomulagi um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja í Hafnarfirði, sem og fyrirkomulag forgangsröðunar verkefna í samstarfi við ÍBH.$line$Óskað er eftir því að nefndin fái kynningu á þeirri vinnu sem hefur farið fram varðandi gerð kröfulýsinga um rekstur íþróttamannvirkja og gerð þjónustusamninga við rekstraraðila þeirra.$line$Óskar nefndin einnig eftir því að farið verði yfir það verklag sem hefur mótast um forgangsröðun framkvæmda, yfirlit yfir nýleg og fyrirhuguð verkefni, samningagerð vegna þeirra og mögulegt samstarf milli félaganna um uppbyggingu og nýtingu einstakra mannvirkja.$line$

      $line$Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks í Íþrótta og tómstundanefnd leggja fram eftirfarandi bókun.$line$ $line$Bæjarstjóri Hafnarfjarðar leiðir nú vinnu þar sem m.a. á að fara yfir verklag varðandi íþróttamannvirki og því sem lýtur að þeim málefnum en það var samþykkt á bæjarstjórnarfundi nr 1733 sem fram fór 29. okt síðastliðin. Sú samþykkt hljóðar svo.$line$ $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Garðar Jónsson hjá 3R-Ráðgjöf ehf. til að framkvæma greiningu á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og gerð tillagna varðandi rekstur sveitarfélagsins byggðar á greiningunni. Vinnan fari fram á tímabilinu frá október lok 2014 til febrúar 2015. Að öðru leyti er vísað í samantekt sem verktaki hefur gert um verkefnið sem hann nefnir Lýsing verkefnisins, umfangsáætlun og kostnaður”.$line$$line$Teljum við að ljúka beri þeirri vinnu áður en Íþrótta- og tómstundanefnd fer í sambærilega vinnu.$line$$line$$line$

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2014

      Sagt frá undirbúningi Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar sem haldin verður 30. desember 2014

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur formanni ÍBH að óska eftir upplýsingum frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga til þeirra og íþróttamanna.

    • 1409948 – Maraþon í Hafnarfirði.

      Íþróttafulltrúa var falið (fund 198) að hafa samband við hugsanlega samstarfsaðilja, sem gætu komið að verkefninu.

      Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir viðræðum sínum við hugsanlega samstarfsaðila að verkefninu.

    • 0811044 – Félagsmiðstöðvar, starfsáætlanir

      Sameiginlegra dagskrá félagsmiðstöðva 2014 – 2015

      Kynnung á dagskrá félagsmiðstöðva fyrir starstímabilið 2014 – 2015.

    • 1311009 – Innflytjendamál

      Tillögur um verkefni Fjölskyldusviðs vegna innflytjendamála.Hugmyndir byggjast á skýrslu starafshóps um stöðu innflytenda í Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1405012 – Frístundaheimili, viðhorf foreldra til þjónustu 2014

      Könnun á þjónustu frístundaheimila. Foreldrar beðnir um að svara stuttri könnun, sem hefur það að markmiði að fá viðbrögð foreldra gagnvart starfseminni.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      STJÓRN SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS$line$Ár 2014, mánudaginn 23. september, var haldinn 339. fundur Stjórnar skíðasvæða$line$höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Arnarholti og hófst kl. 09:10.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt