Íþrótta- og tómstundanefnd

14. nóvember 2014 kl. 08:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 201

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2014

      Lögð fram drög að dagskrá.Íþróttahátíðar Hafnarfjarðar,sem verður haldi í Íþróttahúsi Strandgötu þriðjudaginn 30. desember n.k.

      Samþykkt var að skipa undirbúningsnefnd til að skipuleggja dagskrá Íþróttahátíðarinnar 30. des. nk., yfirfara upplýsingar frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga og ganga frá tillögum fyrir næsta fund. Nefndina skipa formaður og framkvæmdastjóri ÍBH, formaður ÍTH og íþróttafulltrúi.

    • 1409948 – Maraþon í Hafnarfirði.

      Tímasetning og framkvæmd.

      Íþrótta-og tómstundanefnd leggur til við Fjölskylduráð að Maraþonhlaup Hafnarfjarðar verði haldið 30. maí 2015.

    • 1405304 – Leigusamningur um frjálsíþróttahús FH í Kaplakrika

      Kynning á leigusamningi um frjálsíþróttahús í Kaplakrika.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1309476 – Snjóbrettamót við Linnetsstíg

      Aðalsteinn Valdimarsson fyrir hönd áhugahóps um snjóbrettamót, sækir um styrk til að halda Snjóbrettamót í miðbæ Hafnarfjarðar,sem verður haldið í febrúar/mars 2015

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og felur Æskulýðs- og forvarnarfulltrúa að ganga frá styrk að upphæð kr. 115.000- og aðstoða með hljóðkerfi og annan búnað eins og rætt var um, til þess að haldið verði snjóbrettamót á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar.

    • 1311112 – Grænfánaverkefnið og Vinnuskóli

      Kynning á verkefninu. Alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum

      Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir að Vinnuskóli Hafnarfjarðar sækji um Grænfánaverkefnið.

    • 0901163 – Önnur mál ÍTH.

      Fulltrúi Samfylkingar óska eftir að leggja fram bókun vegn tveggja mála og bókanna fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks frá s.l fundi þ.e. 200 fundi Íþrótta- og tómstundanefndar, haldinn 31. október 2014. Vegna tillögu sem fulltrúi samfylkingar lagði fram á 199. fundi Íþrótta- og tómstundanefndar.$line$

      1. 1410421 Könnun á þátttöku barna í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi.$line$Bókun Samfylkingar:1410421 – Könnun á þátttöku barna í skipulögðu íþrótta og tómstundastarfi.$line$Bókun$line$Það er með öllu óskiljanlegt hvers vegna meirihluti nefndarinnar velur að leggjast gegn því að slík vinna fari fram, enda er tilgangurinn ekki annar en að auðvelda nefndinni að rækja hlutverk sitt og taka vandaðar ákvarðanir um málefni sem ætti að vera full samstaða um í grundvallaratriðum.$line$Þvert á það sem haldið er fram í bókun fulltrúa meirihlutans eru engar árlegar kannanir gerðar á áhrifum gjaldtöku á þátttöku, viðhorfi og ánægju foreldra og barna til þjónustu íþrótta- og tómstundafélaga í Hafnarfirði eða þess stuðnings sem bærinn veitir í því skyni að tryggja jafnan aðgang að henni. $line$Þrátt fyrir greinagóðar upplýsingar um fjölda iðkenda eftir íþróttagreinum, aldri og kyni skortir nauðsynlegar upplýsingar til að byggja á ákvarðanir um stefnumörkun til næstu ára, m.a. hvað varðar breytingar á niðurgreiðslum æfingagjalda. Þá hafa heldur engar kannanir verið gerðar á þátttöku barna innflytjenda eins og haldið er fram í bókun meirihlutans. Í skýrslu samráðshóps um málefni innflytjenda í Hafnarfirði sem kynnt var í september 2013 kemur hinsvegar fram að þær takmörkuðu upplýsingar sem séu tiltækar um þátttöku þessa hóps í íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði bendi til að hún sé mun minni en annarra barna. Í tillögum samráðshópsins kemur sömuleiðis fram mjög skýr áhersla á mikilvægi þess að gerð verði sérstök könnun á því hvort börn innflytjenda nýti sér tómstundatilboð í Hafnarfirði og að leitað verði upplýsinga um hvernig þessi hópur nýtir frítíma sinn. Í kjölfarið verði síðan unnið að verkefnaáætlun með það að markmiði að styðja við þátttöku erlendra barna í þrótta- og tómstundastarfi. $line$Sá starfshópur sem vísað er til var skipaður þann 10. september sl. og fékk m.a. það veigamikla hlutverk að endurskoða stuðning bæjarins við íþrótta- og tómstundastarf. Samkvæmt erindisbréfi á hópurinn að skila tillögum sínum fyrir 15. desember nk. Ekki hefur enn verið boðað til fyrsta fundar í starfshópnum. $line$$line$$line$2. 1410422 Bygging og rekstur íþróttamannvirkja.$line$Bókun Samfylkingar:1410422 – Bygging og rekstur íþróttamannvirkja.$line$Bókun$line$Fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni telur það í besta falli furðulegt að meirihluti nefndarinnar skuli leggjast gegn einfaldri tillögu þess efnis að nefndin fái kynningu á gildandi reglum, verklagi og stöðu í málaflokki sem sannanlega heyrir undir nefndina og hún ber ábyrgð á.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$74.fundur. haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. Þriðjudaginn 4.nóvember 2014. kl 20:00$line$

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundagerð.

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2014

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$12. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 3. nóvember í Íþróttahúsinu við Strandgötu á skrifstofu íþróttafulltrúa.

      Fulltrúi IBH fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt