Íþrótta- og tómstundanefnd

2. febrúar 2015 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 205

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Ebba Særún Brynjarsdóttir varamaður

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1006375 – Ný íþrótta- og tómstundanefnd

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 21.janúar sl. var eftirfarandi tekið fyrir:$line$ $line$Efni: Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar$line$ $line$Kosning 1 aðalmanns og 1 varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd.$line$ $line$Fram kom tilnefning um Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, Norðurbakka 11c, sem aðalmann og Ebbu Særúnu Brynjarsdóttur, Hjallabraut 43, sem varamann.$line$ $line$

      Fleiri tilnefningar komu ekki og skoðast þær rétt kjörnar.$line$

    • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

      Lagt fram yfirlit um aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar Hafnarfjarðar fyrir árið 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201548 – Afreksmannasjóður, úthlutun

      Lagt fram til upplýsinga yfirlit yfir þau aðildarfélög ÍBH sem fengu styrk úr afreksmannasjóði Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Þá var jafnframt farið yfir heildarúthlutun úr Afreksmannasjóði á árinu 2014 og kemur þar fram að samtals var úthlutað kr.9.615.000 á árinu 2014.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1409081 – Golfklúbburinn Keilir, ósk um viðræður

      Á fundi bæjarráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi mál til umfjöllunar og afgreiðsla þess var: $line$ $line$1409081 – Golfklúbburinn Keilir, ósk um viðræður$line$$line$Tekið fyrir að nýju erindi Golfklúbbsins Keilis frá 10. október sl. varðandi breytingar á Hvaleyrarvelli$line$$line$Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og íþrótta- og tómstundanefndar.$line$

      Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir kynningu frá Golfklúbbnum Keili.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2015

      Fari yfir fyrikomulag, ráðninga hjá ÍTH. fyrir sumarið 2015

      Íþrótta- og tómsundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti drög um almennar vinnureglur við ráðningar sumarstarsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ 2015

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Lagt til að skipaður verði starfshópur/framkvæmdanefnd$line$vegna 17. júní hátíðahalda.

      Íþrótta-og tómstundanefnd leggur til að fulltrúar í hópnum verði starfsmenn tómstundaskrifstofu ÍTH: Bára Kristín Þorgeirsdóttir, Geir Bjarnason framkvæmdastjóri hátíðarhaldanna, Linda Hildur Leifsdóttir og Andri Ómarsson. Starfshópurinn skal skila nefndinni drögum að fyrirkomulagi og dagskrá í síðasta lagi í apríl. Hátíðin verður með sambærilegum hætti og s.l. ár. haldin í miðbæ Hafnarfjarðar og skal starfshópurinn skoða möguleika á að tengja 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna sem er þann 19. júní við þjóðhátíðardaginn.

    • 1501927 – Þjónusta sveitarfélaga, Hafnarfjörður, könnun

      Á fundinn mætir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar og fer yfir könnunina.

      Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi, mætti til fundarins og fór yfir þátt íþróttamála og fleira í könnuninni.

    Fundargerðir

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS$line$ $line$Ár 2015, þriðjudaginn 20. janúar, var haldinn 342. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Borgartúni og hófst kl. 09:05$line$

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt