Íþrótta- og tómstundanefnd

16. febrúar 2015 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 206

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Valerie Maier Áheyrnafulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Daníel Pétursson

Valerie Maier Áheyrnafulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar.

  1. Almenn erindi

    • 1409081 – Golfklúbburinn Keilir, ósk um viðræður

      Kynning frá fulltrúm Golfklúbbnum Keili.

      Arnar Borgar Atlason og Ólafur Þór Ágústsson fulltrúar golfklúbbsins Keilis mættu til fundarins og kynntu uppbyggingaráætlanir félagsins. $line$ $line$Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kynninguna og leggur til við bæjarráð að skoðað verði að styðja við fyrirhuguð áform félagsins.

    • 1201582 – Tómstundadeild/Viðburðir hjá Í.T.H

      a) Æskulýðs-og forvarnarfulltrúi sagði frá Grunnskólahátíð sem haldin var í Íþróttahúsi Strandgötu, miðvikudaginn 11. febrúar s.l.$line$b) Hann kynnir síðan Öskudagsskemmtun, sem verður haldin í skólum og frístundaheimilum bæjarins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502226 – Skipulagsdagar og vetrarfrí í skólum Hafnarfjarðar, frítt í sund

      Lögð fram eftirfarandi tillaga í bæjarráði 12.02.2015$line$”Bæjarráð samþykkir að dagana 25. feb. – 1. mars þegar skipulagsdagur og vetrarfrí er í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar, verði börnum yngri en 18 ára og forráðamönnum þeirra veittur ókeypis aðgangur í sundlaugar bæjarins.” $line$$line$$line$Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu.$line$$line$ $line$$line$$line$$line$

      Lagt fram til kynningar

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$79.fundur. Haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. Þriðjudaginn 3.febrúar 2015. kl 20:16$line$

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt