Íþrótta- og tómstundanefnd

16. mars 2015 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 208

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Veiga Dís Hansdóttir Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs

Ritari

  • Daníel Pétursson

Veiga Dís Hansdóttir Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs

  1. Almenn erindi

    • 1212126 – Bjartir dagar

      Ákveðið hefur verið að halda Bjarta daga í tengslum við Sumardaginn fyrsta 23.-25. apríl og er hátíðin Heima haldin síðasta vetrardag eða 22. apríl.

      Farið yfir þátttöku félagsmiðstöðva, frístundaheimila, sundlauga og víðavangshlaup í “Björtum dögum” Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hafa frítt í sund Sumardaginn fyrsta 23. apríl n.k.

    • 1202408 – Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2013

      Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2013 samkvæmt starfsskýrlsum ÍSÍ 2014

      Lagðir fram til kynningar ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2013$line$Fulltrúi ÍBH fór yfir og útskýrði starfsskýrsluna.

    • 1405012 – Frístundaheimili, viðhorf foreldra til þjónustu 2015

      Viðhorfskönnun meðal foreldr kynnt. Kynnt drög að tillögum um spurningar fyrir foreldrakönnun.

      Lögð fram drög til kynningar.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2015

      Skapandi sumarstörf. Í sumar býðst einstaklingum og hópun á aldrinum 17 – 20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum. Áætlað er að um 2 – 3 hópar eða allt að 10 einstakilngar taki þátt í verkefninu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir verkefnið.

    • 1402177 – Sjálfsvarnarfélagið(Gracie Jiu-Jitsu)

      Tekið upp mál frá 186. fundi Íþrótta- og tómstundanefndar þar sem félagið óskar eftir viðræðum við Hafnarfjarðarbæ vegna húsnæðismála og samstarfs vegna sjálfsvarnar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að fela formanni nefndarinnar að hafa samband við yfirmann Framkvæmdasviðs og Fulltrúa Sjálfsvarnarfélagsins(Gracie-Jiu-Jitsu)

    • 1503198 – Opnunartími Sundstaði í Hafnarfirði

      Farið yfir opnunartíma sundstaða.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að fela starfsmönnum íþróttadeildar að skoða hugsanlega breytingu á opnunartímum sundstaða og að skoða kostnað við aukinn opnunartíma.

    • 0901163 – Önnur mál ÍTH.

      Framkvæmdastjóri leggur fram á fundinum bréf f.h. stjórnar ÍBH undirritað af framkvæmdastjóra ÍBH til Íþrótta- og tómstundanefndar. Efni bréfsins:”Athugasemdir, spurningar og ábendingar varðandi húsaleigustyrki til aðildafélaga ÍBH, Úthlutaða tíma frá Hafnarfjarðarbæ til ÍBH og leigusamning Hafnarfjarðarbæjar og Flensborgarskólans.”

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$81.fundur. haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. Þriðjudaginn 3. Mars 2014. Kl 20: 15$line$

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt