Íþrótta- og tómstundanefnd

13. nóvember 2015 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 218

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Veiga Dís Hansdóttir sat fundinn fyrir UMH

Ritari

  • Geir Bjarnason

Veiga Dís Hansdóttir sat fundinn fyrir UMH

  1. Kynningar

    • 1405390 – Víðistaðatún

      Matthías Matthíasson formaður starfshóps um framtíðarnotkun Víðistaðatúns kynnti skýrslu starfshópsins.

      Fulltrúi ÍBH leggur á það áherslu að gera þarf við tennisvöllinn.

      Nefndin tekur undir hugmyndirnar í skýrslunni og hvetur til þess að þær verði framkvæmdar.

    • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

      Hera Hallbera Björnsdóttir kynnti skýrslu sem hún vann fyrir Hafnarfjarðarbæ um félagslega stöðu barna með erlendan bakgrunn í unglingadeildum skólanna í Hafnarfirði. Um er að ræða bæði rýnihópavinnu og tölfræðikönnun sem gerð var nú í haust.

      Heru er þökkuð áhugaverð kynning. Unga fólkið virðist vera í ágætum málum en ljóst er að Hafnarfjarðarbær þarf að auka kynningarstarf á frístundastyrknum til barna jafnt sem foreldra til að virkja enn fleiri í öflugt íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði.

    Almenn erindi

    • 1510439 – Íþrótta- og viðurkenningahátíð

      Lagt er til að framkvæmdastjóri ÍBH, íþróttafulltrúi og varaformaður ÍTH skipi undirbúningsnefnd.

      Samþykkt.

    • 1511142 – Samstarfssamningur, Golfklúbburinn Setberg

      Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Setberg varðandi gerð samstarfssamning við Hafnarfjarðarbæ.

      Íþróttafulltrúa falið að ræða við fulltrúa félagsins.

    • 0804147 – Hress, leigusamningur um heilsuræktaraðstöðu í Ásvallalaug

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að breytingu á leigusamningi vegna líkamsræktarstöðvar í Ásvallalaug.

    Fundargerðir

    Umsóknir

    • 1511084 – Snorraverkefnið, stuðningur sumarið 2016

      Lagt fram erindi fyrir hönd Snorraverkefnisins vegna stuðnings við það sumarið 2016.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að bjóða upp á starfsþjálfun.

Ábendingagátt