Íþrótta- og tómstundanefnd

11. desember 2015 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 220

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Veig Dís Hansdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

Ritari

  • Geir Bjarnason

Veig Dís Hansdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

  1. Kynningar

    • 1505345 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins

      Málinu frestað vegna þess að Bláfjöll eru að opna í dag.

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stöðuna við gerð þjónustu- og rekstrarsamninga við íþróttafélögin.

    • 1510439 – Íþrótta- og viðurkenningahátíð

      Unnið að vali á íþróttamanni og íþróttakonu Hafnarfjarðar og undirbúningi á íþrótta- og viðurkenningarhátíðinni sem haldin verður þann 29. desember.

    • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

      Íþrótta- og forvarnafulltrúi lagði fram minnisblað um tillögur varðandi aukna kynningu á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn af erlendu bergi brotnu í Hafnarfirði.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Fundargerð Ungmennaráðs

      Veiga Dís fór yfir fundargerðina.

Ábendingagátt