Íþrótta- og tómstundanefnd

21. janúar 2016 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 222

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

  1. Almenn erindi

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Til fundarins mætti Aðalsteinn Hrafnkellson forstöðumaður íþróttamannvirkja Hafnarfjarðarbæjar og fjallaði um hugmyndir að breyttum áherslum í opnunartíma sundlauganna.

      Lagt er til að leitað verði leiða til að auka sumaropnun sundlauga, auka opnun á ákveðnum frídögum og hafa opið lengur á sunnudögum eða til 20:00

      Forstöðumaður sundstaða og íþróttafulltrúa falið að kostnaðarmeta þessar breytingar og útfæra þær betur.

      Sundlaugarnar í Hafnarfirði verða ekki með á Sundlaugarnótt í ár.

    • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

      Tillaga að forgangsröðun verkefna til að auka kynningu á framboði tómstundastarfs í Hafnarfirði til barna af erlendum uppruna, lögð fram og samþykkt.

    Kynningar

    • 1601320 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda 2012-2015

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samantekt yfir notkun á frístundaniðurgreiðslum Hafnarfjarðarbæjar á árunum 2012 til 2015.

    • 1601219 – Hreyfivika UMFÍ 2016

      Hreyfivikan fer fram 22. – 28. maí næstkomandi og lögð fram kynning á henni frá UMFÍ.

      Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur alla; bæjarbúa, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir í Hafnarfirði að taka þátt.

    Umsóknir

    Fundargerðir

Ábendingagátt