Íþrótta- og tómstundanefnd

18. febrúar 2016 kl. 15:30

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 224

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn.

  1. Umsóknir

    • 1402326 – Snjóbrettamót, styrkumsókn

      Fyrir hönd hóps áhugafólks um snjóbrettaíþróttina sækir Björgvin Valdimarsson um leyfi til að halda snjóbrettamót á Thorsplani og um stuðning Hafnarfjarðarbæjar upp á kr. 500.000 vegna verkefnisins.

    Almenn erindi

    • 1602186 – Vinnuskóli Hafnarfjarðar 2016

      Kynnt drög að dagsetningum varðandi umsóknir í sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar. Rætt um tímalengd vinnu fyrir unga fólkið í sumar.

      Fyrirliggjandi drög að dagsetningum og fyrirkomulagi vegna ráðninga er samþykkt.

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Nefndin samþykkir að frítt verðí í sund í vetrarfríi grunnskólanna í Hafnarfirði fyrir bæjarbúa dagana 24. til 26. febrúar.

    • 1602185 – 17. júní, Þjóðhátíðardagur

      Rætt um 17. júní og fyrirkomulag þjóðhátíðardagsins.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að mynda starfshóp starfsmanna um verkefnið. Drög að dagskrá verða kynnt á fundi nefndarinnar í apríl.

    Fundargerðir

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Fulltrúi ÍBH fór yfir síðustu fundargerð stjórnar ÍBH frá 28. janúar.

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

    Kynningar

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs, Eva Rut Reynisdóttir, fór yfir síðustu fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt