Íþrótta- og tómstundanefnd

3. mars 2016 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 225

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Finnur Sveinsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Geir Bjarnason
  1. Fundargerðir

    Umsóknir

    • 1402326 – Snjóbrettamót, styrkumsókn

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi greindi frá viðræðum við umsækjendur og hugmyndum þeirra. Til stendur að mótið fari fram 16. apríl á Thorsplani.

      Samþykkt er að styðja verkefnið um 200.000 kr.

    • 1603027 – Nordjobb, sumarstörf 2016

      Nordjobb óskar eftir að Hafnarfjarðarbær taki að sér tvo starfsmenn í sumar.

      Samþykkt að ráða einn Nordjobbara í 8 vikur.

    Kynningar

    • 1602367 – Frítíminn er okkar fag

      Lögð fram skýrslu um ráðstefnuna Frítíminn er okkar fag sem fram fór seinni hluta árs 2015.

    • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

      Frestað

    • 1603141 – Ársreikningar og félagatal ÍBH 2014

      Fulltrúi ÍBH, Elísabet Ólafsdóttir fór yfir skýrsluna. Skýrslan fjallar um allar lykiltölur allra íþróttafélaganna í Hafnarfirði. Árið 2014 eru 18599 skráðir félagar í íþróttahreyfingunni, einstaklingur sem er skráður í tvö félög telst tvisvar í þessum tölum osfr. Skýrslan sýnir að almenningsíþróttir vaxa einna mest af íþróttagreininum í Hafnarfirði. Flestir iðkendur stunda fótbolta og golfíþróttin er í öðru sæti. Rúm 38% iðkenda eru konur og rúm 61% karlar.

Ábendingagátt