Íþrótta- og tómstundanefnd

16. september 2016 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 233

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Breki Davíð Jónsson sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Breki Davíð Jónsson sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs.

  1. Kynningar

    • 1602185 – Þjóðhátíðardagur, 17. júní

      Farið yfir hvernig 17. júní tókst síðastliðið sumar. Lagt fram mat um hvernig til tókst.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Breki Davíð Jónsson kynnti síðustu fundargerð Ungmennaráðs.

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Framkvæmdastjóri fór yfir síðustu fundargerð framkvæmdastjórnar ÍBH.

    Almenn erindi

    • 1606262 – Ungmennaráð, hæfileikakeppni grunnskóla

      Fræðsluráð vísaði þann 7. september sl. til ÍTH nefndarinnar hugmynd Ungmennaráðs um að halda hæfileikakeppni grunnskóla.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur heilshugar undir að það sé afar mikilvægt að ungmenni fá tækifæri til að tjá sig listrænt eins og tillaga Ungmennaráðs fjallar um. Félagsmiðstöðvar hafa haldið á vorin, oft í tengslum við lista- og menningarviðburðinn Bjarta daga, hæfileikakeppnina Hafnarfjörður hefur hæfileika. Þar hefur ungu fólki gefist tækifæri hér í bæ til að koma fram. Í félagsmiðstöðvum fara síðan fram allskonar viðburðir sem unga fólkið getur komi fram s.s. söngvakeppnir. Á Grunnskólahátíðinni hefur hverjum skóla gefist færi á að koma með listatriði og hafa flestir skólarnir nýtt sér það. Sumir skólar eins og Víðistaðaskóli er með stórt verkefni á ári hverju sem er söngleikur sem heill árgangur tekur þátt í. Dagskrá félagsmiðstöðva byggist að mestu upp á hugmyndum frá unga fólkinu og því felum við íþrótta- og tómstundafulltrúa að hitta ykkur og ræða þessi mál en í kjölfarið fara með þessa hugmynd til verkefnastjóra sem stýra starfi félagsmiðstöðva og til nemendaráða grunnskólanna sem hafa margt um dagskrá í skólum að segja. Á þeim vettvangi ætti að taka ákvarðanir um dagskrá félagsmiðstöðva.

    • 1607149 – Heimsmót skáta 18-25 ára, World Scout Moot 2017 (WSM 2017)

      Bandalag íslenskra skáta hefur tekið að sér að halda heimsmót skáta á aldrinum 18-25 ára, World Scout Moot 2017 (WSM2017). Búist er við um 5-6.000 þáttakendum

      Mótið verður tvíþætt, fyrri hluti mótsins verður 25.-29. júlí þar sem þátttakendur dreifast á nokkra staði. U.þ.b. 400-600 þáttakendur verða á hverju svæði fyrir sig.

      Skátafélagið Hraunbúar hafa tekið að sér að finna staðsetningu fyrir eitt slíkt svæði í Hafnarfirði og hefur óskað eftir samstarfi við Hafnarfjarðarbæ um verkefnið.

      Stefnt er að því að nýta Víðistaðatún og nærliggjandi umhverfi undir skátamótið á þessum tíma.

      Nefndin tekur vel í verkefnið og felur íþróttafulltrúa að vinna að því áfram með skátum og viðeigandi aðilum.

    • 1608290 – Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

      Lóðarleigan er ekki nefnd sérstaklega í reglunum og er mælt með að í reglunum sé einnig fjallað um þær.

      Það er í gildi bæjarráðssamþykkt frá 22. janúar 1998 um að veita öllum þeim íþróttafélögum í Hafnarfirði sem greiða lóðarleigu styrk ár hvert að fjárhæð sem nemur lóðarleigunni.

    • 1609092 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis, samstarfssamningur, tillaga

      Lögð fram til kynningar drög að samningi um Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

Ábendingagátt