Íþrótta- og tómstundanefnd

21. október 2016 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 235

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður

Eva Rut Reynisdóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1510439 – Íþrótta- og viðurkenningahátíð

      Nefndin óskar eftir því að ÍBH safni saman upplýsingum hjá aðildarfélögum þess um árangur iðkenda.

    • 1610279 – Gjaldskrá 2017

      Farið yfir gjaldskrár sem tengjast sundi, sumarstarfi og frístundaheimilum.

      Lagt er til að gjaldskrár hækki að jafnaði um 3,9% um næstu áramót. Einnig er lagt til að einstaklingsgjald fullorðinna vegna sundferða hækki og verði nær raunkostnaði.

    • 1610255 – Frístundatilboð

      Lagt fram erindi frá FH dagsett 7. október sl. sem vísað er til umsagnar nefndarinnar af hendi fræðsluráðs.

      Nefndin bendir á að fræðsluráð er að stofna starfshóp um frístundaakstur og í gegnum hann verði unnar hugmyndir Hafnarfjarðarbæjar um akstur barna úr skóla í frístundir. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við bréfritara.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Íþrótta- og tómstundanefnd leggur á það áherslu að framkvæmdaráð muni á árinu 2017 vinna áfram að uppbyggingu svæðisins eins og tillögur starfshóps um framtíðarnotkun Víðistaðatúns sögðu til um sjá skýrslu starfshóps.

    Umsóknir

    • 1609619 – Þríþrautadagur 2017

      3SH óskar eftir að viðræður milli félagssins og ÍTH um framkvæmd þessa atburðar.

      Tekið er afar vel í erindið og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við bréfritara um framkvæmd verkefnisins næsta sumar.

    • 1610087 – Bæjarráð, styrkur, umsókn

      Tekið fyrir erindi 16 ára hafnfirsk skíðakeppanda sem æfir með liði í Kópavogi um styrk vegna æfinga- og keppnisferðar erlendis.

      Hafnarfjarðarbær styrkir fyrst og fremst íþróttafólk sem stundar íþróttir með íþróttafélögum í Hafnarfirði. Flestir af þeim hafnfirsku afreksmönnum sem keppa með utanbæjarfélögum hafa aðgang að styrkjum viðkomandi sveitarfélags. ÍBH hefur umsjón með styrkjum vegna afreksíþróttamanna í Hafnarfirði og stjórn þess sjóðs falið að fjalla um málið og sambærileg mál.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sagði frá fundi Ungmennaráðs sem fram fór í október.

      Einnig var sagt frá skuggakosningum í Flensborg þar sem 30% nemenda tók þátt í verkefninu sem gekk afar vel fyrir sig.

    Kynningar

    • 1606445 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2017 og 2018-2020.

      Farið yfir áherslur og vinnudrög að nýrri fjárhagsáætlun lykla sem tengist ÍTH.

    • 1610309 – Heimsókn ÍSÍ forystunnar

      Íþróttafulltrúi tilkynnti að forystufólk ÍSÍ myndi heimsækja Hafnarfjörð þann 1. nóv. ÍBH undirbýr móttöku og kynningu ásamt ÍTH.

Ábendingagátt