Íþrótta- og tómstundanefnd

1. febrúar 2017 kl. 08:00

á Skólaskrifstofu

Fundur 241

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Geir Bjarnason
  1. Kynningar

    • 1701136 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda

      Kynnt gögn un nýtingu á niðurgreiðslustyrk Hafnarfjarðarbæjar vegna þátttökugjalda barna í íþrótta- og tómstundastarfi fyrir árið 2016.

    • 1701262 – Ánægja í íþróttum

      Fulltrúi ÍBH kynnti skýrslu sem Rannsókn og greinin vann fyrir Íþróttabandalagið varðandi ánægju þeirra barna sem stunda íþróttir.

    Almenn erindi

    • 1609620 – Stuðningur við þátttöku barna með fatlanir í íþrótta- og tómstundastarf

      Lögð fram tillaga að útfærslu á reglunum þar sem tekið hefur verið tillit til nokkurra athugasemda sem bárust.

      Foreldraráð er beðið að skoða drög að reglunum eftir að þeim var breytt eftir athugasemdir þeirra og einnig er óskað eftir umsögn Ráðgjafaráðs um málefni fatlaðra.

    • 1701478 – Frísbígólfklúbbur Hafnarfjarðar, Víðistaðatún

      Í lok síðasta árs var stofnaður Frisbigolfklúbbur Hafnarfjarðar og sendir þetta nýja félag erindi varðandi völlinn upp á Víðistaðatúni.

      Óskað er eftir því að völlurinn verði stækkaður úr sex holum/körfum í níu.
      Óskað er eftir því að tjöld gesta á tjaldsvæði verði ekki á frisbígolfvellinum eða við brautirnar en það skapar erfiðleika fyrir þá sem spila frisbigolf og fyrir þá sem eru að tjalda.

      Íþróttafulltrúa falið að fá betri upplýsingar um fjölda iðkenda.

      Erindinu er vísað til Umhverfis- og skipulagssviðs

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs fór yfir síðustu fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

    Umsóknir

    • 1701472 – Árshátíð NFF í íþróttahúsi Strandgötu

      Lagt fyrir erindi formanns Nemendafélags Flensborgarskóla þar sem óskað er eftir því að fá að halda árshátíð í íþróttahúsinu Strandgötu.

Ábendingagátt