Íþrótta- og tómstundanefnd

29. mars 2017 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 245

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Aðalsteinn Hrafnkellsson forstöðumaður sundstaða fór yfir nokkrar útfærslur varðandi aukna opnun sundstaða. Einnig kynnti hann áætlað kostnað Hafnarfjarðarbæjar ef mismunandi aldurshópum barna yrði hleypt frítt á sundstaði bæjarins.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í tillögur að endurskoða opnunartíma sundlauga og aðgengi fyrir börn eins og lagt er til í heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt er til að fræðsluráð skoði að:

      Opna sundlaugar á rauðum dögum eins og tillaga Aðalsteins sýnir árið 2017.
      Byrja að lengja opnunartíma Suðurbæjarlaugar yfir sumartímann
      Yngri en 10 ára fái frítt í sund í Hafnarfirði
      Að auka opnun frá og með 1. september í sundlaugum Hafnarfjarðar eins og tillaga 1 fjallar um í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug.

    • 1702140 – Sumarvinna, vinnuskóli 2017

      Farið yfir hver staðan er varðandi sumarvinnu hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir 16 ára og eldri. Um 160 umsóknir bárust á auglýstum umsóknartíma. Ákveðið var að framlengja umsóknarfrest til 10. apríl.

      Fulltrúi Samfylkingar vék af fundi kl. 8:50

    • 1703339 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Næsti fundur nefndarinnar verður heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga og stefnt er að því að heimsækja Sörla, Þyt og Hraunbúa þriðjudaginn 11. apríl milli 16:00 og 18:00.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Eva fór yfir síðustu fundargerð Ungmennaráðs.

    Umsóknir

    • 1703372 – Ósk um nýjan rekstrarsamning og stuðning Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda

      Fram hefur komið beiðni frá fulltrúa Kvartmíluklúbbsins um að endurskoða rekstrarsamning við Hafnarfjarðarbæ. Einnig er lagt fram skriflegt erindi dagsett 23. mars frá Kvartmíluklúbbnum þar sem er óskað eftir stuðningi Hafnarfjarðarbæjar vegna framkvæmda við lagningu hringakstursbrautar og frágang öryggisvæða umhverfis akstursbrautir félagsins.

      Nefndin tekur vel í erindið og vísar því um stuðning vegna framkvæmda til Umhverfis- og skipulagsþjónustu til skoðunar fyrir næstu fjárhagsáætlunar.

    Kynningar

    • 1703250 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda 2014 til 2016

      Kynnt samantekt úr bókhaldi Hafnarfjarðarbæjar sem sýnir hvaða upphæðir hafa runnið til íþrótta- og tómstundafélaga í gegnum niðurgreiðslur þátttökugjalda vegna íþrótta- og tómstundastyrks Hafnarfjarðar til barna og foreldra.

    • 1703251 – Ársuppgjör aðildafélaga ÍBH 2015

      Fulltrúi ÍBH fór yfir uppgjör aðildarfélaga þess fyrir árið 2015.

      Elísabetu er þakkað fyrir greinagóðar upplýsingar og skýrslan er afar mikilvæg heimild um umfang og vinsældir íþrótta í Hafnarfirði

Ábendingagátt