Íþrótta- og tómstundanefnd

3. maí 2017 kl. 08:00

á Skólaskrifstofu

Fundur 247

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1609620 – Stuðningur við þátttöku barna með fatlanir í íþrótta- og tómstundastarf

      Reglur vegna stuðnings við þátttöku barna með fatlanir í íþrótta- og tómstundastarf lagðar fram til samþykktar.

      Verkefnið er tilraunaverkefni og verða reglurnar endurskoðaðar eftir ár. Óskað var eftir áliti Foreldraráðs varðandi reglurnar eftir að þeim var breytt vegna fyrra álits Foreldraráðs.

    • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

      Lögð fram drög að dagskrá og fyrirkomulagi fyrir hátíðarhöldin 2017.

    • 1703542 – Rekstur skíðasvæða Bláfjalla 2016

      Lögð fram skýrsla um rekstur Bláfjallasvæðisins fyrir árið 2016.

      Reksturinn hefur gengið vel og innan fjárheimilda.

    • 1703553 – Viðhald og rekstrarsamningur Akstursíþróttafélag

      Lagt fram erindi Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar þar sem þeir óska eftir því að hefja viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um rekstrarsamning auk þess er óskað eftir aðkomum Hafnarfjarðarbæjar að uppbyggingu og framkvæmdum á íþróttasvæði félagsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1704170 – Ályktun Ungmennaráðs UMFÍ 2017

      Lögð fram ályktun Ungmennaráðs UMFÍ frá árinu 2017 en þar segir meðal annars að unga fólkið vill koma að ákvörðunum sem tengjast málefnum þeirra sjálfra og hlustað sé á raddir þeirra. Bent er m.a. á að unglinga höfðu enga aðkomu að ákvörðunum um breytingar á einkunnarskala samræmdra prófa og styttingu framhaldsskólans.

      Nefndin tekur undir ályktun Ungmennaráðs UMFÍ um aðkomu barna og ungs fólks að ákvörðunum er snerta þau sjálf beint.

      Í Hafnarfirði er starfandi virkt Ungmennaráð og fulltrúi þess situr alla nefndarfundi Íþrótta- og tómstundanefndar. Auk þess hittir Ungmennaráð bæjarstjórn og ræða þessir aðilar minnst tvisvar á ári saman um þau mál sem helst brenna á hjá unglingum hverju sinni.

    • 1704274 – Tímaúthlutun til ÍBH 2017-2018

      Lögð fram tímaúhlutun til Íþróttabandalags Hafnarfjarðar vegna sumars 2017 og vegna vetrar 2017-2018 í íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði.

      Tímaúthlutun samþykkt.

      Skoða þarf leiðir til að meta nýtingu á íþróttamannvirkjum. Íþróttafulltrúa falið að móta verklagsreglur varðandi talningu og nýtingu á íþróttamannvirkjum.

    • 1704457 – Þingboð

      Lagt fram þingboð frá ÍBH vegna þings 20. maí.

    • 1704461 – Tímaúthlutun til grunnskóla vegna skólaársins 2017-2018 í íþróttamannvirkjum

      Lögð fram tímaúthlutun til grunnskóla bæjarins vegna næsta skólaárs í íþróttamannvirkjum vegna sund- og íþróttakennslu.

      Skoða þarf leiðir til að meta nýtingu á íþróttamannvirkjum. Íþróttafulltrúa falið að móta verklagsreglur varðandi talningu og nýtingu á íþróttamannvirkjum.

    • 1608274 – Víðistaðatún, grillhús

      Á sumardeginum fyrsta var nýtt grillhús formlega opnað á Víðistaðatúni og geta bæjarbúar og gestir nýtt sér það.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar hve vel tókst til varðandi grillhúsið en leggur áherslu á að haldið verði áfram að bæta aðstöðu á svæðinu. Hugsa þarf um yngstu kynslóðina og setja upp leikaðstöðu við nýja grillhúsið.

    Kynningar

    Fundargerðir

Ábendingagátt