Íþrótta- og tómstundanefnd

12. maí 2017 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 248

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rós Reynisdóttir sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rós Reynisdóttir sat fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1702253 – Róló

      Íþrótta- og tómstundanefnd ákveður að halda áfram með Róló í sumar. Í sumar verður aðsókn skoðuð sérstaklega og reynt að fá viðhorf þeirra sem nota þjónustuna varðandi hana. Tryggt skal að sá sem hefur umsjón með starfinu sé tómstunda- eða uppeldismenntaður eða sé að mennta sig í tómstunda- eða uppeldisfræðum Meta skal starfið í lok sumars og leggja niðurstöðu mats fyrir ÍTH nefndina.

      Sótt verður um að fá Bjarma undir starfsemina.

    • 1705046 – Samkomulag um afnot af íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram drög að samkomulagi milli aðila sem tengjast sund- og íþróttakennslu grunnskólanna varðandi íþróttamannvirkin.

    • 1705047 – Reglur um baðvörslu í íþróttahúsum og sundlaugum í Hafnarfirði

      Lagðar fram drög að reglum um baðvörslu í íþróttahúsum og sundlaugum í Hafnarfirði.

    • 1705074 – Íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar

      Rætt um gildi þess að eiga góðar fyrirmyndir í íþróttastarfinu.

      Íþróttafulltrúa falið að skoða hvernig hægt sé að tengja betur saman íþrótta- og tómstundastarfið í sumar við íþróttakonu og íþróttakarl Hafnarfjarðar.

    • 1703518 – Íþrótta- og útivistarsvæði, golfvellir

      Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Setberg og Keili þar sem horft er til framtíðarsvæðis fyrir klúbbinn og aðra útilífsiðkun á svæði sunnan við Hamranes sem kallast í aðalskipulagi ÍÞ7 og ÍÞ9 og svæði milli þeirra.

      Golfklúbburinn óskar eftir að koma að því að þróa hugmyndir um svæðið fyrir klúbbinn og hvort að Hafnarfjarðarbær greiði ekki fyrir kostnað vegna hönnuðar sem kæmi fram með hugmyndir.

      Erindinu vísað til Skipulags og byggingaráðs til frekari skoðunar.

    • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

      Á bæjarstjórnarfundi 10. maí sl. var samþykkt að gengið verði út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð verða með þátttöku sveitarfélagins í framtíðinni. Tillögunni er vísað til útfærslu til íþrótta- og tómstundafulltrúa og ÍTH og undirbúinn nýr samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar við ÍBH, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar þar sem kveðið verður á um þessa breyttu stefnu bæjarins.

      Fulltrúar í Íþrótta- og tómstundanefnda fagna mjög þessari tímamótaákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar varðandi breytingar á samstarfsamningnum við ÍBH.

      Vinna hefst hið fyrsta við að endurskoða samstarfssamning ÍBH og Hafnarfjarðarbæjar.

    Kynningar

    • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

      Lokið er vinnu við að gera nýja samninga við íþróttafélög í Hafnarfirði sem reka mannvirki og eru með barnastarf en gerðir voru þjónustu- og rekstrarsamningar við þau öll. Ekki var samið við Kvartmíluklúbbinn og Akstursíþróttafélagið en beiðni liggur fyrir frá Kvartmíluklúbbnum og Akstursíþróttafélaginu um að taka upp viðræður um nýja samninga við þau.

      Farið yfir megininntak samninganna.

      Fulltrúar Íþrótta- og tómstundanefndar gera kröfu um að tryggt sé að það framlag sem ætlað er í laun framkvæmdastjóra og íþróttastjóra samkvæmt samningum fari í þær stöður.

    • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

      Lagðar fram aðsóknartölu í íþróttahús og miðstöðvar frá árinu 2016 en þá sóttu rúmlega 1500 þúsund manns þessa staði en 557 þúsund gestir heimsóttu samtals sundlaugar bæjarins.

    • 1702140 – Sumarvinna, vinnuskóli 2017

      Farið yfir helstu verkefni Vinnuskólans og sumarstarfsemi tenga honum. En er verið að ráða inn og taka viðtöl og óljóst hvort takist að fullmanna í öll fyrirhuguð verkefni sumarsins.

      Leggja þarf áherslu á að jákvæð kynning fari fram á Vinnuskólanum bæði til unglinga og foreldra þar sem fram kemur hvað fjölbreytt starf er í boði.

    • 1705069 – Hreyfivika 2017

      Lögð fram kynning á Hreyfiviku UMFÍ sem fram fer 29. maí til 4. júní.

      Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur það samræmast stefnu Hafnarfjarðarbæjar í heilsueflandi samfélagi.

      Íþróttafulltrúa falið að styðja við verkefnið og koma því í kynningu og finna samstarfsaðila.

    Fundargerðir

Ábendingagátt