Íþrótta- og tómstundanefnd

13. september 2017 kl. 16:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 254

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Eva Rut Reynisdóttir frá Ungmennaráði sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir frá Ungmennaráði sat fundinn.

  1. Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1708529 – Ungmennaráð, tillaga, lífsleikni

      Lögð fram tillaga til umfjöllunnar frá Ungmennaráði sem fræðsluráð vísaði til nefndarinnar.

      Nefndin felur Íþrótta- og tómstundafulltrúa að tryggja að næsta sumar verði öllum unglingum í Vinnuskóla Hafnarfjarðar boðið upp á fræðslu um hvernig á að lesa og skilja launaseðla.

    • 1708528 – Ungmennaráð, tillaga, sjálfsvörn

      Lögð fram tillaga til umfjöllunnar frá Ungmennaráði sem fræðsluráð vísaði til nefndarinnar.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið ræða við félagsmiðstöðvar bæjarins um að bjóða í vetur upp á sjálfsvarnarnámskeið í anda þess sem rætt var um á fundinum.

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni sundlauga, Aðalsteini Hrafnkellsyni varðandi hvernig til tókst í sumar þegar opnunartími Ásvallalaugar og Suðurbæjarlaugar var aukinn.

      Það er afar ánægjulegt að aukin opnun í kringum sumarið og “rauða” daga hafi skilað aukinni aðsókn.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanni Sundstaða falið að kynna tillögu á næsta fundi nefndarinnar þar sem fest verður í sessi þessi kvöldopnun allt árið. Óskað er eftir fleiri en einni tillögu og í þeim verði gerð grein fyrir kostnaðarauka vegna þessa.

    Kynningar

    • 1702253 – Róló

      Kynnt viðhorfskönnun forráðamanna barna sem voru á Róló í sumar sem fram fór eftir að starfsemi lauk.

    • 1703339 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Farið í heimsókn til Brettafélags Hafnarfjarðar, Sundfélags Hafnarfjarðar og Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar.

      Félögunum er þakkað góðar móttöku og kynningu.

Ábendingagátt