Íþrótta- og tómstundanefnd

17. janúar 2018 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 262

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Íþróttafulltrúi kynnti stöðuna varðandi vinnu við úttekt á kynjajafnrétti í íþróttum. Öll félög hafa skilað inn sem leitað var til, vinnu við skýrsluna er að ljúka.

      Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar fagnar ákvörðun KSÍ að jafna greiðslur til landsliðsmanna.

      Varðandi umræðu í samfélaginu og gögn kvenna um kynferðislegt ofbeldi í íþróttum, bókar ÍTH nefndin að kynferðislegt ofbeldi og annað ofbeldi eigi ekki að líðast. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kalla eftir stefnum og verklagsreglum allra íþróttafélaga í Hafnarfirði er lúta að ofbeldi/einelti, viðbrögðum og forvörnum til að skoða og vinna með ÍBH að samræmdum árangursríkum forvörnum og verklagsreglum gegn ofbeldi.

      Hafnarfjarðarbær hefur unnið að fræðslu fyrir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar sem starfa með börnum og unglingum sem kallast Verndari barna og hafa hátt í 1000 starfsmenn sótt þá fræðslu. Þessum námskeiðum stendur þjálfurum og stjórnendum íþróttafélaga til boða.

    • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

      Lagt fram svar við einum lið af athugasemdum minnihlutans vegna fjárhagsáætlunar 2018 um framtíðaruppbyggingu í íþrótta- og tómstundamálum.

    Kynningar

    • 1702253 – Róló

      Lögð fram til greinargerð starfsmanna fræðslu- og frístundaþjónustu varðandi Róló.

      Róló uppfyllir ekki í dag gæðaviðmið fræðslu- og frístundaþjónustunnar. Annað hvort þarf að hætta starfsemi eða auka umtalsvert við gæði þjónustunnar.

    • 1709448 – Þjónustu- og rekstrarsamningur við Brettafélag Hafnarfjarðar

      Lagður fram samningur við Brettafélag Hafnarfjarðar en í fyrra breyttist félagið úr því að vera tómstundafélag í að vera íþróttafélag og aðili að Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar. Í kjölfar þess voru gerðir nýir samningar við félagið sambærilegir þeim sem eru í gildi við önnur íþróttafélög, um er að ræða þjónustuasmning og rekstrarsamning.

      Samningar samþykktir af hálfu ÍTH og vísað til samþykktar í fræðsluráði.

    • 1801151 – Frístundastyrkur yfirlit 2017

      Til fundarins mætti Andri Ómarsson sérfræðingur á stjórnsýslusviði og kynnti tölfræði vegna frístundastyrks Hafnarfjarðar fyrir börn 6-18 ára fyrir árið 2017.

      Kynnt drög að reglur varðandi frístundastyrkinn en upphæðir og viðmið breyttust um síðustu áramót.

      Lagt er til að heimila unglingum að nýta frístundastyrkinn til að niðurgreiða líkamsræktarkort eða ígildi þeirra frá áramótum þegar þau verða 16 ára.

      Erindi hefur borist frá Pólska skólanum um að nemendur fái heimild til að nota frístundastyrkinn til að niðurgreiða tungumálanám.

      Andra er þökkuð kynningin.

      Tungumálanám er ekki frístundastarf en hins vegar er mikilvægt að hlúa að móðurmálskennslu allra. Því er fræðsluráð hvatt til að taka upp umræðu um stuðning við nemendur af erlendu bergi til að læra móðurmál sitt í grunnskóla eða í frítíma sínum.

    Fundargerðir

    • 1712172 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2017-2018

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir 363 og 364 nefndar um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Birta fór yfir síðustu fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar frá 9. janúar sl.

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir síðustu fundargerð bandalagsins.

    Umsóknir

    • 1711372 – Snorraverkefnið, stuðningur sumarið 2018

      ÍTH mun ekki taka þátt í verkefninu.

Ábendingagátt