Íþrótta- og tómstundanefnd

31. janúar 2018 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 263

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Kristín María Thoroddsen varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

  1. Kynningar

    • 1709661 – Gallup, þjónusta við sveitarfélög

      Kynnt hluti af könnun sem Gallup stóð að fyrir stærstu sveitarfélög landsins þar sem skoðuð er þjónustu sveitarfélaga og viðhorf þjónustuþega.

    Almenn erindi

    • 1709700 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2017

      Farið yfir hvernig hátíðin gekk.

    • 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf

      Kynnt bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var samhljóða þann 17. janúar.

      “Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og þeirra sem bjóða upp á tómstundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði sitt fólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Einnig skulu þeir sem Hafnarfjarðarbær styrkir eða gerir samninga við sýna fram á að farið sé eftir jafnréttisáætlunum sínum og jafnréttislögum í starfi sínu og aðgerðaráætlun sé skýr. Hafi félag ekki gert jafnréttisáætlun með aðgerðaráætlun skal það gert. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við.”

      Lögð fram bókun Aðalstjórnar Hauka frá 23. janúar sl. þar sem m.a. er lögð á það áhersla á mikilvægi samvinnu aðila við gerð viðbragðs- og aðgerðaáætlana.

      ÍSÍ hefur gert afar ítarlega viðbragðsáætlunar sem er til fyrirmyndar og þar eru lagðar upp leiðir sem félögin hafa ekki unnið eftir s.s. með fagráði.

      Skoða þarf málið áfram og íhuga hvernig hægt er að vinna málið og eftirfylgni á skilvirkan hátt.

    • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

      Frestað

    • 1801551 – Vinnuskóli - sumarstörf 2018

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir fyrirkomulagi Vinnuskólans og að í febrúar verður hægt að sækja um sumarvinnu.

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Frestað

    • 1801151 – Frístundastyrkur yfirlit 2017

      Reglur vegna breytinga frístundastyrks voru kynntar á síðasta fundi.

      Samþykkt og vísað til fræðsluráðs.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Birta kynnti síðustu fundargerð ráðsins.

      Þar svarar ráðið m.a. fræðsluráði varðandi þörf á ungmennahúsi.

Ábendingagátt