Íþrótta- og tómstundanefnd

22. mars 2018 kl. 15:30

Sjá fundargerðarbók

Fundur 267

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri

Fundurinn er haldin að Ásvöllum.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fundurinn er haldin að Ásvöllum.

  1. Fundargerðir

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Nefndin ásamt bæjarstjóra heimsótti nýja salinn á Ásvöllum.

      Viktor Þór Sigurðsson eftirlitsmaður Hafnarfjarðarbæjar og Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Hauka kynntu húsnæðið ásamt verktaka.

      Farið var yfir stöðu verkefnisins og ljóst er að húsnæðið verður tilbúið til notkunar um það leiti sem stefnt er að því að hefja þar formlega starfsemi eða þann 12. apríl.

      Nefndin er afar ánægð með framkvæmdina og vill hrósa verktaka og þeim sem hafa komið að verkefninu því að nýi salurinn er í alla staði vel gerður og hannaður með þarfir notenda í huga og mun bæta til muna aðstöðu til íþróttakennslu og íþróttaæfinga í Hafnarfirði.

    Almenn erindi

    • 1803260 – Tímaúthlutun til ÍBH 2018-2019

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að tímaúthlutunum fyrir ÍBH vegna sumarsins og næsta vetrar.

      Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leiti og felur íþróttafulltrúa að klára þau og senda út.

    • 1803259 – Tímaúthlutun til grunnskóla vegna skólaársins 2018-2019 í íþróttamannvirkjum

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að tímaúthlutunum fyrir næsta skólaár í sund- og íþróttamannvirkjum.

      Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leiti og felur íþróttafulltrúa að klára þau og senda út.

Ábendingagátt