Íþrótta- og tómstundanefnd

3. apríl 2019 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 288

Mætt til fundar

  • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Geir Bjarnason
  1. Kynningar

    • 1902030 – Óháð fagráð

      Óháð fagráð samþykkir breytingartillögu ÍTH að reglum ráðsins.

      Drög af reglunum eftir breytingar lagðar fram til kynningar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd beinir því til fagráðsins að breyta “Íþróttafélaginu Firði” í “hafnfirsku íþróttafélagi”.

    • 1904003 – Aðsóknartölur í íþróttahús og sundlaugar 2018

      Lagt fram yfirlit yfir aðsókn í sundlaugar og íþróttahús bæjarins fyrir árið 2018.

    • 1903212 – Lögreglan og Hafnarfjarðarbær, samstarfsverkefni

      Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbær standa saman að þróunarverkefni til eins árs. Markmið verkefnisins er að vinna að forvörnum og fyrirbyggjandi aðgerðum sem ætluð er að auka velferð barna og unglinga og draga úr áhættuhegðun þeirra. Lögreglan leggur til lögreglumann sem mun hafa aðsetur í ráðhúsi Hafnafjarðar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessu þarfa verkefni.

    • 1904005 – Sumarstarf ÍTH 2019

      Kynnt fyrirkomulag, skipulag og staðsetningar leikjanámskeiða Hafnarfjarðarbæjar sumarið 2019.

      Fyrirhugað er að skráning hefjist sumardaginn fyrsta.

    • 1411359 – Ásvellir, uppbygging

      Útboð fór fram fyrr á árinu vegna áhorfendapalla í Ólafssal.

      Búið er að semja við lægstbjóðanda um fyrsta hluta uppbyggingar á áhorfendapöllum í Ólafssal að Ásvöllum. Í sumar verða settir upp bekkir með rúmum 600 sætum fyrir áhorfendur. Salurinn verður því nothæfur sem keppnisvöllur fyrir flokka í efstu deildum.

    Fundargerðir

    Umsóknir

Ábendingagátt