Íþrótta- og tómstundanefnd

18. september 2019 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 297

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Linda Hildur Leifsdóttir, fagstjóri frístundastarfs, Helga Birna Gunnarsdóttir, fulltrúa foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Linda Hildur Leifsdóttir, fagstjóri frístundastarfs, Helga Birna Gunnarsdóttir, fulltrúa foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Fundargerðir

    • 1907048 – Fundargerðir ÍBH 2019-2020

      Elísabet Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir nýjustu fundargerð bandalagsins.

    Almenn erindi

    • 1908442 – Frisbígolf, Viðistaðatúni

      Bréf frá Frísbígolfklúbb Hafnarfjarðar lagt fram.

    • 1905343 – Tímaúthlutun til skóla, sund- og íþróttakennsla skólaárið 2019-2020

      Farið yfir tímaúthlutanir skólaársins 2019-2020.

    • 1909163 – Listaskóli í Hafnarfirði

      Erindi lagt fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við bréfritara.

    • 1909265 – Vinnuhópur ÍSÍ um þjóðarleikvanga

      Erindi lagt fram.

      Íþróttafulltrúa falið að ræða við ÍBH og svara erindinu.

    • 1908304 – Félagshesthús Sörla ósk um stuðning við rekstur

      Erindi lagt fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við bréfritara og fá skýrari upplýsingar.

    • 1909401 – Styrkbeiðni, Listadansskóli Hafnarfjarðar

      Erindi lagt fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við bréfritara.

    • 1909262 – Fjárhagsáætlun, ÍTH, 2020

      Umræður um áhersluþætti fjárhagsáætlunum 2020.

    Kynningar

    • 1903514 – Frístundaheimili, úttekt á aðstöðu og búnaði

      Samanburðarskýrsla Tómstundamiðstöðva lögð fram.

      Lindu H. Leifsdóttur og Sunnu Magnúsdóttur er þakkað fyrir greinagóða vinnu við að safna saman þessum upplýsingum sem munu nýtast við fjárhagsáætlunargerð og stefnumótun í málaflokknum.

    • 1909316 – Markmið frístundaheimila

      Kynning nýrra gæðaviðmiða fyrir frístundaheimili unnið af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu kynnt.

      https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=7a9c6235-c4e8-11e9-9449-005056bc530c

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar gæðaviðmiðum frístundaheimila og mælist til þess að þau verði höfð til viðmiðunar hjá Hafnarfjarðarbæ.

    • 1909397 – Vinnustofa, samvinna að öruggara umhverfi

      Vinnustofa á vegum ÍBR kynnt.

    Umsóknir

    • 1708289 – Rekstur íþróttahúss

      Erindi Badmintonfélags Hafnarfjarðar þar sem þeir óska eftir því að taka yfir rekstur íþróttahússins við Strandgötu lagt fram.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt