Íþrótta- og tómstundanefnd

19. mars 2020 kl. 15:00

í Hafnarborg

Fundur 309

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Einar Freyr Bergsson varamaður
  • Vilborg Harðardóttir varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

  1. Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1912085 – Verðlaunahátíð, verklagsreglur

      Farið yfir verklagsreglur varðandi val á íþróttakarli og íþróttakonu Hafnarfjarðar. Yfirfarin drög frá ÍBH lögð fram.

      Farið yfir athugasemdir frá Íþróttabandalaginu og tekið tillit til þeirra og reglurnar uppfærðar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir verklagsreglurnar.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      Skipulagslýsing til umsagnar lögð fram.

      Umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar vegna Hraun-Vesturs að beiðni skipulags- og umhverfissviðs.

      Í umræddu hverfi þar sem gert er ráð fyrir blandaðri íbúabyggð er ljóst að tryggja verður opin almenningsrými og aðgengi að útivistarsvæðum. Á svæðinu Hraun-Vestur verðu lítið um beina náttúruupplifun að ræða vegna og því þarf að tryggja örugga leið og auðvelt aðgengi íbúanna að Víðistaðatúni sem nálægt og er svæði sem hvetur til útiveru og hreyfingar auk fjölbreyttrar upplifunar. Í íbúahverfi þar sem mikið byggingarmagn er þarf að tryggja upphitaðra samfelldra hjóla- og göngustíga sem tengjast í nágrannahverfin og út úr Hafnarfirði í átt að Garðabæ.
      Þegar skólar verða byggðir í hverfinu verður að tryggja að þar sé aðgengi fyrir almenning á lóðir viðkomandi stofnanna þar sem verða fjölbreytt leiktæki og leikvellir fyrir almenning.
      Nálægð við Kaplakrika og Íþróttamiðstöð Bjarkanna tryggir aðgengi íbúanna að fjölbreyttu vali íþróttagreina og aðgengi að hreyfingu.

      Að lokum leggur Ííþrótta- og tómstundanefnd á það áherslu á að fjölga leiksvæðum og grænum svæðum á svæðinu og með góðu aðgengi til að tryggja möguleika íbúa til að stunda hreyfingu og útiveru.

    • 2003267 – Hestamannafélagið Sörli, rekstrarsamningur 2020

      Drög að nýjum rekstrarsamningi við Hestamannafélagið Sörla lögð fram.

      Um er að ræða hækkun á fyrri rekstrarsamningi upp á 1200.000 kr. sem er viðbótarframlag Hafnarfjarðarbæjar á ársgrunni til Sörla vegna rekstrar þeirra á félagshesthúsi. Því verkefni er ætlað að ná til barna sem hafa takmarkaðan aðgang að hesthúsum og hestum og búa til vettvang þar sem þau læra að umgangast hesta og taka þátt í hestasportinu.

      íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessu framtaki Sörla og samþykkir drögin fyrir sitt leiti.

      Samningnum vísað til fræðsluráðs til samþykktar.

    Umsóknir

    • 2003242 – Bláfjöll,skíðaskotfimimót, umsókn

      Erindi lagt fram.

      Umrætt erindi fær jákvæða umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar sem telur það afar jákvætt að fjölga vetrartengdum íþróttaviðburðum í upplandi Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt