Íþrótta- og tómstundanefnd

24. júní 2020 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 316

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Næsti fundur íþrótta- og tómstundanefndar eftir sumarfrí verður 19.ágúst.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Næsti fundur íþrótta- og tómstundanefndar eftir sumarfrí verður 19.ágúst.

  1. Almenn erindi

    • 2005484 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 7. Bláfjallarúta

      Tillaga ungmennaráðs lögð fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála og heldur áfram að vinna að málinu.

    • 1911226 – Þjóðhátíðardagur 2020

      Farið yfir hvernig 17.júní í Hafnarfirði gekk.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Aðalskipulagsbreyting lögð fram til umsagnar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í hugmyndirnar sem byggja á auknu aðgengi almennings að hafnarsvæðinu. Tryggja þarf að aðstaða Siglingaklúbbsins Þyts verði jafn góð eða betri en núverandi. Tryggja þarf að virkur samgöngumáti verði raunhæfur á svæðinu.

    • 2005145 – Sundfélag Hafnarfjarðar, styrkbeiðni

      Ósk um styrk frá Sundfélagi Hafnarfjarðar til Hafnarfjarðarbæjar vegna Aldursflokkameistaramóts Íslands (AMÍ) í sundi sem haldið verður í Hafnarfirði dagana 3. – 5. júlí 2020 lögð fram.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla eftir kostnaðaráætlun fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands.

Ábendingagátt