Íþrótta- og tómstundanefnd

11. nóvember 2020 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 322

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson formaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2010683 – Íslandsmót í boccia, samstarf

   Íþróttasamband fatlaðra hefur leitað til Íþróttafélagsins Fjarðar hvort þeir geti haldið Íslandsmótið í boccia næsta vor (að því gefnu að það verði hægt með tilliti til Covid).
   Íþróttafélagið Fjörður óskar eftir aðstöðu til að halda mótið.

   Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í fyrirspurn íþróttafélagsins Fjarðar og óskar eftir því að Haukar hýsi mótið.

  • 1911720 – Gæðaviðmið, gátlisti

   Lagt fram til samþykktar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir gæðaviðmiðin.

  • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

   Rekstraruppgjör skíðasvæða janúar – ágúst 2020 lagt fram.

  Fundargerðir

Ábendingagátt