Íþrótta- og tómstundanefnd

20. janúar 2021 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 326

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson formaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2101132 – Þjóðhátíðardagur 2021

   Þjóðhátíðardagurinn árið 2021 verður á fimmtudegi þann 17.júní.

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa, rekstrarstjóra og fagstjóra frístundastarfs að hefja vinnu við að undirbúa 17.júní 2021. Óskað verður eftir tillögum og síðan umsögn frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, fjölmenningarráði og öldungaráði. Drög að dagskrá verða kynnt á fundi íþrótta- og tómstundanefndar í síðasta lagi í lok april 2021.

  • 2101131 – Sumarstörf Hafnarfjarðar 2021

   Lagðar fram reglur um ráðningar fyrir sumarstarfið.

   Samþykkt.

  • 2101319 – Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur)

   Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2018, um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur.
   Í frumvarpi þessu sem er samið í heilbrigðisráðuneytinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 87/2018, um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Með breytingunum eru tóbakslausar nikótínvörur felldar undir gildissvið laganna, þar á meðal nikótínpúðar.
   https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2866

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að veita umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

  • 2101320 – Umsögn um drög að stefnu um félags- og tómstundastarf

   Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að stefnu um félags- og tómstundastarf. Umfang stefnumótunarinnar miðast við gildissvið æskulýðslaga nr. 70/2007.
   https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2872

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að veita umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

  • 2101321 – Frístundastyrkur 2020

   Yfirlit yfir notkun frístundastyrks ársins 2020 lagt fram.

   Yfirlitið gefur til kynna að íþróttaiðkun barna hafi minnkað nokkuð á síðasta ári, augljóst þykir að covid hefur haft áhrif þar á en fylgjast þarf vel með að íþróttaþátttaka aukist aftur. Íþróttafulltrúa falið að finna leiðir til að hvetja hafnfirsk ungmenni til íþróttaiðkunar og félagsstarfs.

  • 2101357 – Komdu út að leika, Ungmennahúsið Hamarinn og Rauði krossinn

   Verkefnið “Komdu út að leika” kynnt.
   Ungmennahúsið Hamarinn í samstarfi við Rauða krossinn fengu styrk frá æskulýðssjóðs vegna nýs verkefnis.

  Fundargerðir

Ábendingagátt