Íþrótta- og tómstundanefnd

16. febrúar 2021 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 327

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson formaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH og Ronja Halldórsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH og Ronja Halldórsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn.

 1. Fundargerðir

  Almenn erindi

  • 1808351 – Suðurbæjarlaug, framkvæmdir

   Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 27.1.2021 voru framkvæmdir við Suðurbæjarlaug til umræðu og óskað eftir umsögn og tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd.

   Íþrótta- og tómstundanefnd ákveður að fara í skoðunarferð í Suðurbæjarlaug til þess að skoða aðstæður á næsta fundi nefndarinnar 2.mars.

  • 2012125 – ÍBH, íþróttafélög, stuðningur

   Farið yfir fyrstu niðurstöður spurningakönnunar um tekjumissi íþróttahreyfingarinnar í Covid 2020.

  • 2102042 – Brettafélag Hafnarfjarðar, vetrarkort í Bláfjöllum og Skálafelli

   Stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar óskar eftir því að erindi þess efnis að Hafnarfjarðarbær greiði vetrarkort fyrir iðkendur félagsins í snjóbrettadeild verði lagt fyrir Íþrótta og tómstundaráð Hafnarfjarðar.
   Sem stendur er Hafnarfjörður eina sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem greiðir ekki þessi kort sem eru forsenda fyrir því að komast í æfinaaðstöðuna í Bláfjöllum og Skálafelli.

   Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í beiðnina og vísar henni til vinnu við fjárhagsáætlun 2022.

  Kynningar

  • 2008789 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2020

   Nýtt kynningarefni með íþróttafólki Hafnarfjarðar til kynningar.

Ábendingagátt