Íþrótta- og tómstundanefnd

18. janúar 2022 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 345

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Steinn Jóhannsson aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH og Arnfríður Arnardóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH og Arnfríður Arnardóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þann 12. janúar sl. voru teknar fyrir breytingar á ráðum og nefndum.

      Bæjarstjórn samþykkti samhljóða eftirfarandi breytingar á skipan íþrótta- og tómstundanefndar:

      Í stað Sigríðar Ólafsdóttur tekur sæti Steinn Jóhannsson, Lindarbergi 84 (varamaður verður áfram Vilborg Harðardóttir).

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sigríði fyrir vel unnin störf og býður Stein velkominn í nefndina.

    • 2111446 – Kynlausir klefar í sundlaugum

      Rætt um fyrirkomulag kynlausra sundklefa í Hafnarfirði.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur forstöðumanni sundlauga Hafnarfjarðar að útfæra lausnir sem hentar þeim hópi sundiðkenda sem kýs að fara ekki í hefðbunda karla og kvenna klefa ásamt því að skoða lausnir fyrir nemendur í skólasundi. Slíkar lausnir þurfa að vera aðgengilegar og vel kynntar fyrir sundiðkendum.

    • 2001513 – Listdansskóli Hafnarfjarðar, þjónustusamningur

      Tekið fyrir erindi frá Listdansskóla Hafnarfjarðar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og telur að nýr þjónustusamningur fyrir 2022 ætti að taka mið af iðkendafjölda og áherslum um gæðaviðmið sem gilda í samningum við íþróttafélög.

      Vísað til fræðsluráðs til samþykkis.

    • 2111458 – Frístundastyrkur 2021

      Farið yfir reglur um frístundastyrk.

      Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að mennta- og lýðheilsusvið taki saman upplýsingar um fjölda 4 og 5 ára barna sem stunda íþróttir í Hafnarfirði og hver kostnaður myndi verða við lækkun lægra aldurstakmarks frístundastyrkjar. Einnig áhrif þess að breyta frístundastyrk frá því að vera á mánaðarlegum grunni yfir á ársgrundvöll.

    • 2109384 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2021

      Farið yfir rafræna íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem fór fram þann 28. desember sl.

      Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar í desember 2021 var færð yfir á rafrænt horf með mjög stuttum fyrirvara og vegna veikinda starfsmanna varð yfirbragð hátíðarinnar ekki eins veglegt og vaninn er. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að skýrt verklag verði útbúið með tímasettum vörðum svo unnt sé að skipuleggja hátíðina ár hvert.

    Fundargerðir

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Lagðar fram fundargerðir 396 og 397 fundar Bláfjallasvæðisins ásamt fylgiskjölum.

    • 2008513 – ÍBH, fundargerðir 2020-2021

      Nýjasta fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lögð fram.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjasta fundargerð ungmennaráðs Hafnarfjarðar lögð fram.

      Erindi frestað.

Ábendingagátt