Íþrótta- og tómstundanefnd

8. febrúar 2022 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 346

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Steinn Jóhannsson aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH sat fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH sat fundinn.

  1. Kynningar

    • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Margrét Gauja Magnúsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir kynna skýrsluna Skapandi sumarstörf 2021.

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir kynninguna á þessu glæsilega verkefni og telur mikilvægt að halda áfram að ýta undir listræna sköpun í bæjarfélaginu.

    Almenn erindi

    • 2201619 – Þjóðhátíðardagur 2022

      Þjóðhátíðardagurinn árið 2022 verður á föstudegi þann 17. júní.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa, rekstrarstjóra og fagstjóra frístundastarfs að hefja vinnu við að undirbúa 17. júní 2022. Óskað verður eftir tillögum og síðan umsögn frá Ungmennaráði Hafnarfjarðar, fjölmenningarráði og öldungaráði. Drög að dagskrá verða kynnt á fundi íþrótta- og tómstundanefndar í síðasta lagi í lok apríl 2022.

    • 2201616 – Sumarstörf Hafnarfjarðar 2022

      Lagðar fram reglur um ráðningar fyrir sumarstarfið.

      Samþykkt.

    • 2111458 – Frístundastyrkur 2021

      Farið yfir tölfræði fyrir árið 2021.

      Umræður um endurskoðun reglna um frístundastyrk verður haldið áfram á næsta fundi.

    • 2104050 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2021

      Farið yfir stöðu verkefnisins.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur mennta- og lýðheilsusviði í samráði við bæjarlögmann að grípa til skerðingarúrræðis í þjónustusamningum við íþróttafélögin, þ.e. hjá þeim félögum sem uppfylla ekki a.m.k. 90% af gæðaviðmiðum samningsins.

    Fundargerðir

    • 2201495 – ÍBH, fundargerðir 2022-2023

      Nýjasta fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lögð fram.

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Lögð fram fundargerð 398 fundar Bláfjallasvæðisins.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjustu fundargerðir ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram.

      Erindi frestað.

Ábendingagátt