Íþrótta- og tómstundanefnd

12. apríl 2022 kl. 14:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 349

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Steinn Jóhannsson aðalmaður

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Hrafnkell Marinósson framkvæmdastjóri ÍBH og Kormákur Valdimarsson fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Hrafnkell Marinósson framkvæmdastjóri ÍBH og Kormákur Valdimarsson fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2111458 – Frístundastyrkur 2021

      Farið yfir tölfræði frá árinu 2021.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar aukinni virkni barna í íþrótta- og tómstundastarfi. Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við fræðsluráð að heimilað verði að frístundastyrkurinn verði nýttur vegna styttri námskeiða t.d. að lágmarki 8 daga í mánuði frá júní-ágúst.

    • 2104050 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2021

      Farið yfir stöðu verkefnisins.

      Nú hafa öll íþróttafélög sem eru aðilar að þjónustusamningi við Hafnarfjarðarbæ uppfyllt að lágmarki 90% af gæðaviðmiðum samningsins.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því ötula starfi sem farið hefur fram hjá íþróttafélögunum við að uppfylla gæðaviðmiðin.

    • 2201619 – Þjóðhátíðardagur 2022

      Drög að dagskrá lögð fram til kynningar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að geta haldið upp á þjóðhátíðardaginn án takmarkana og boðið upp á metnaðarfulla dagskrá fyrir alla aldurshópa.

    • 2204119 – Bogfimifélagið Hrói Höttur, beiðni um afnot af Hamranesvelli

      Bogfimifélagið Hrói Höttur leggur fram beiðni um að hýsa Íslandsmót utanhúss í bogfimi á Hamranesvelli helgarnar 2.-3. júlí og 9.-10. júlí 2022.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og fagnar því að Íslandsmót í bogfimi fari fram í Hafnarfirði.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjustu fundargerðir ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram.

    Umsóknir

    • 2203657 – Siglingafélagið Hafliði, ósk um styrk

      Siglingafélagið Hafliði óskar eftir styrk til að festa kaup á 2 Aero 7 bátum. Verðhugmynd er 1-1,5 m.kr. á hvern bát.

      Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 að því tilskyldu að áætlun um barnastarf liggi fyrir.

Ábendingagátt