Menningar- og ferðamálanefnd

9. nóvember 2022 kl. 09:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 398

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon aðalmaður

Einnig sátu Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Birna Björg Davíðsdóttir vettvangsnemi í tómstunda- og félagsmálafræði fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sátu Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Birna Björg Davíðsdóttir vettvangsnemi í tómstunda- og félagsmálafræði fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2209429 – Jólaþorpið 2022

      Verkefnastjóri og Anja Ísabella Lövenholdt nýráðinn sérfræðingur í viðburðastjórnun fara yfir undirbúning og framkvæmd Jólaþorpsins og tengdra viðburða.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir góða kynningu og vekur athygli á að Jólaþorpið opnar viku fyrr en vanalega 18. nóvember og Hjartasvellið 10. nóvember. Menningar- og ferðamálanefnd hvetur Hafnfirðinga og aðrar gesti til þess að njóta alls þess sem jólabærinn Hafnarfjörður hefur uppá að bjóða í nóvember og desember.

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022

      Fulltrúar Gaflaraleikhússins mæta til fundarins.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Lárusi Vilhjálmssyni og Björk Jakobsdóttur fyrir komuna og felur verkefnastjóra að gera drög að nýjum samstarfssamningi.

    • 1809488 – Tjaldstæðið, Víðistaðatúni

      Þarfagreining vegna tjaldsvæðis á Víðistaðatúni lögð fram til kynningar.

      Lagt fram.

    • 22091065 – Prentsögusetur, ósk um samstarf

      Erindi Prentsöguseturs um samstarf um sýningaraðstöðu tekið fyrir að nýju.

      Menningar- og ferðamálanefnd getur ekki orðið við erindi Prentsöguseturs um samstarf.

Ábendingagátt