Menningar- og ferðamálanefnd

1. febrúar 2023 kl. 09:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 402

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon aðalmaður
  • Helga Björg Gísladóttir varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2301883 – Komur skemmtiferðaskipa

      Rætt um komur skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar og samræmingu markaðsstarfs og móttöku farþeganna. Fulltrúar úr hafnarstjórn, Kristín María Thoroddsen, Jón Grétar Þórsson, Guðmundur Fylkisson, og hafnarstjóri, Lúðvík Geirsson, koma til fundarins.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar hafnarstjóra og hluta af hafnarstjórn fyrir góðar umræður um móttöku skemmtiskipafarþega sem hafa viðkomu í Hafnarfjarðarhöfn.

    • 2212080 – Bæjarlistamaður 2023

      Ábendingar bæjarbúa vegna tilnefningar bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2023 lagðar fram.

      Lagt fram.

    • 2212081 – Aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025

      Dagskrá Vetrarhátíðar í Hafnarfirði lögð fram til kynningar. Söfnin bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá á Safnanótt föstudagskvöldið 3. febrúar og Ásvallalaug verður opin fram á kvöld laugardaginn 4. febrúar og boðið uppá skemmtileg dagskrá í samvinnu við Kvikmyndasafn Íslands.

      Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á glæsilegri dagskrá og hvetur bæjarbúa til að taka þátt í Vetrarhátíð.

Ábendingagátt