Menningar- og ferðamálanefnd

15. febrúar 2023 kl. 09:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 403

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Jón Atli Magnússon aðalmaður
  • Helga Björg Gísladóttir varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2302373 – Heilsubærinn og menning

      Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi kemur til fundarins og kynnir þær aðgerðir sem heilsubærinn Hafnarfjörður er með á döfinni árið 2023.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Geir fyrir kynninguna.

    • 2212080 – Bæjarlistamaður 2023

      Rætt um tilnefningu bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2023.

      Ákvörðun frestað til næsta fundar.

    • 2212081 – Aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025

      Rætt um aðgerðaráætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025 sem er byggð á heildarstefnumótun Hafnarfjarðarbæjar og umræðum á menningarmóti í Hafnarborg í september 2022.

      Tekið til umræðu og verkefnastjóra falið að vinna áfram með aðgerðaráætlunina.

      Sviðsstjóri kynnti úthlutun styrkja úr Safnasjóði sem menningar- og viðskiptaráðherra veitti Hafnarborg og Byggðasafni Hafnarfjarðar þann 13. febrúar. Samtals fengu söfnin 7,3 milljónir króna fyrir fimm mismunandi verkefni.

    • 2302292 – Bjartir dagar 2023

      Minnisblað um Bjarta daga 2023 lagt fram.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að Bjartir dagar 2023 fari fram á sínum upprunalega tíma í júní og verkefnastjóra falið að hefja undirbúning.

    • 2212082 – Aðstaða til listsköpunar í Hafnarfirði, fyrirspurn Samfylkingarinnar

      Svar við fyrirspurn um aðstöðu til listsköpunar lagt fram.

      Lagt fram.

    • 2212079 – Menningarstyrkir 2023

      Umsóknir um menningarstyrki við fyrri úthlutun ársins 2023 lagðar fram.

      Umsóknir lagðar fram til kynningar. Alls bárust 37 umsóknir að þessu sinni.

Ábendingagátt