Menningar- og ferðamálanefnd

15. febrúar 2012 kl. 16:15

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 177

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Rætt um myndun starfshóps til að vinna að gerð stefnumótunar í ferðamálum.

      Ákveðið að nefndarmenn skipi starfshópinn og fundi 6 sinnum vegna stefnumótunarvinnunar í febrúar og mars. Starfsmaður hópsins verði menningar- og ferðamálafulltrúi.

    • 1201585 – Safnanótt 2012

      Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá velheppnaðri Safnanótt í Hafnarfirði sl. föstudag.

      Nefndin þakkar starfsmönnum Bóksafns, Byggðasafns og Hafnarborgar fyrir gott starf. Jafnframt lýsir nefndin yfir vonbrigðum með að Kvikmyndasafn Íslands hafi ekki tekið þátt í verkefninu annað árið í röð.

    • 1105286 – Hafnarfjarðarvefurinn. visithafnarfjordur.is

      Greint frá því að Hugsmiðjan sem unnið hefur að www.hafnarfjordur.is er að hefja vinnu við vefun og uppsetningu á undirsíðunni www.visithafnarfjordur.is.

      Nefndin leggur áherslu á að vefurinn verði tilbúinn fyrir 1. apríl 2012 enda mikið hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna í bænum.

    • 11021243 – Kvikmyndasafn Íslands og Bæjarbíó.

      Samkomulag um notkun á Bæjarbíói lagt fram en samkomulagið er fylgirit samnings sem undirritaður var þann 1. desember sl. á milli Hafnarfjarðarbæjar og Kvikmyndasafns Íslands.

      Menningar- og ferðamálafulltrúa falið að ljúka málinu.

Ábendingagátt