Menningar- og ferðamálanefnd

29. febrúar 2012 kl. 16:15

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 178

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1202506 – Menningarstyrkir fyrra árs.

      Lagt fram erindi frá Tímamótaverksmiðjunni þar sem greint er frá því að verkefnið Þættir af einkennilegum Göflurum, sem nefndin styrkti árið 2011, frestast fram til haustsins. Einnig lagt fram erindi frá Halldóri Árna Sveinssyni þar sem hann gerir grein fyrir styrk til verkefninsins Þau byggðu bæinn.

      Nefndin er sammála um að gefa Tímamótaverksmiðjunni umbeðinn frest.

    • 1201307 – Styrkir menningar- og ferðamálanefndar 2012.

      Lagðar fram umsóknir sem bárust til lista- og menningarstarfsemi.

      Farið yfir þær 35 umsóknir sem bárust nefndinni.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Rætt um áframhald á vinnu vegna stefnumótunar og fund með ferðaþjónustunni sem haldinn var þriðjudaginn 28. febrúar sl.

      Ákveðið að kalla eftir tillögum og ábendingum frá ferðaþjónustunni og áhugafólki um ferðamál.

    • 1202509 – Fornbílaklúbbur Íslands.

      Þorsteinn Baldursson, félagi í Fornbílaklúbbi Íslands, mætti til fundarins til þess að ræða möguleika á að opna fornbílasafn í Hafnarfirði.

      Nefndin felur menningar- og ferðamálafulltrúa að skoða möguleika hvað varðar húsnæði.

Ábendingagátt