Menningar- og ferðamálanefnd

28. mars 2012 kl. 16:15

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 180

Mætt til fundar

  • Þorsteinn Kristinsson aðalmaður
  • Jóhanna Marín Jónsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1203323 – Sumardagurinn fyrsti 2012

      Sumardagurinn fyrsti er 19. apríl nk. og hefur verið gerður samningur við skátafélagið Hraunbúa um að standa að hátíðahöldunum í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, eins og fyrri ár. Samningur lagður fram.

      Rætt um dagskrá.

    • 1203322 – Bjartir dagar 2012

      Menningar- og ferðamálafulltrúi lagði fram fyrstu drög að dagskrá og lagði til að Bjartir dagar verði haldnir helgina 31. maí-3. júní. Þá greindi hann frá fyrirhöguðum hátíðarhöldum á Sjómannadaginn sem er 3. júní.

      Farið yfir fyrstu drög að dagskrá.

    • 1202347 – Víkingahátíð 14-17.6.2012, styrkbeiðni

      Lögð fram beiðni um fjárstyrk vegna Víkingahátíðar.

      Ákveðið að styrkja hátíðina um kr. 400.000 sem er sama upphæð og fékkst til hátíðarinnar frá bæjarráði.

    • 1202506 – Menningarstyrkir fyrra árs.

      Lagt fram erindi frá Ívari Helgasyni, sem hlaut styrk frá nefndinni árið 2011, þar sem hann gerir grein fyrir töfum á verkefninu og óskar eftir að fá að nýta styrkinn sumarið 2012.

      Nefndin er sammála um að verða við beiðni um seinkun á ráðstöfun styrks.

    • 1009341 – Byggðasafnið, kynning á starfsemi.

      Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafnsins, mætti til fundarins og fór yfir helstu verkefni, hugmyndir og sumarið framundan.

      Björn greindi frá ástandi Rafhapressu sem var í verksmiðjunni og sem síðar stóð á Rafhareit en er nú í geymslu í Þjónustumiðstöðinni. Birni falið að kanna hvort setja megi pressuna sem minnisvarða aftur upp. $line$Rætt um, Evrópuverkefnið PEEP, mögulega þemasýningu í Pakkhúsinu og sýningu í Gúttó, Safnasjóð og sumarafleysingar. $line$Björn lýsir yfir áhyggjum af því að engar fyrirhugaðar breytingar er að sjá á 3ja ára áætlun þegar litið er til fjármagns til sýninga og verkefna Byggðasafnsins. $line$$line$Nefndin óskar eftir að fá greinargerð frá forstöðumanni um stöðuna og tillögur að því hvernig gera megi miðlunarþátt safnsins meiri.

    • 1110256 – Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og fyrirtækja hans 2013-2015, síðari umræða

      Greint frá því að samkvæmt þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir 5 milljónum til viðbótar í málaflokkinn ferðamál árin 2013-2015.

      Nefndin telur hækkunina mjög mikilvæga og til bóta fyrir málaflokkinn.

    • 1203110 – Kvennakór Hafnarfjarðar, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Kvennakór Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir að fá Góðtemplarahúsið að Suðurgötu 7 til afnota í einn dag í fjáröflunarskyni.

      Erindinu vísað til forstöðumanns Byggðasafnsins.

    • 1011117 – Krýsuvík-Seltún, Þjónustusamningur við Reykjanesfólkvang.

      Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesfólkvangs um rekstur á þjónustu- og salernishúsum í Seltúni rennur út 15. september nk. $line$Greint frá kynningu á stjórnunaráætlun Reykjanesfólkvangs sem haldin verður í Hafnarborg þann 3. apríl nk. kl. 15-17.

      Málið rætt og ákveðið að óska eftir að fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs mæti á næsta eða þarnæsta fund nefndar. Einnig rætt um kynninguna sem verður í Hafnarborg þann 3. apríl.

    • 1105286 – Hafnarfjarðarvefurinn. visithafnarfjordur.is

      Greint frá stöðunni. Allt bendir til þess að vefurinn verði tilbúinn á áætlun og fari í loftið í apríl.

      Vefurinn skoðaður.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Rætt um næstu skref í stefnumótunarvinnunni.

    • 1101272 – Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, aðalfundur.

      Greint frá fundinum. Menningar- og ferðamálafulltrúi var kjörin í stjórn FSH, eins og fyrri ár, sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt