Menningar- og ferðamálanefnd

17. febrúar 2014 kl. 10:00

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 217

Mætt til fundar

  • Dagbjört Gunnarsdóttir formaður
  • Hlíf Ingibjörnsdóttir aðalmaður
  • Unnur Lára Bryde aðalmaður

Ritari

  • Marín Hrafnsdóttir menningar- og ferðamálafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1402201 – Ferðamál 2014 - útgáfa og merkingar

      Menningar- og ferðamálafulltrúi greindi frá fyrirhugaðri útgáfu og auglýsingum ársins 2014. Einnig frá nýjum skiltum og nýju útliti götukorta á skilti ætluð ferðamönnum.

      Farið yfir helstu áherslur.

    • 1309278 – Bæjarlistamaður

      Lögð fram drög að auglýsingu en menningar- og ferðamálanefnd mun ásamt stjórn Hafnarborgar útnefna bæjarlistamann og veita tvo hvatningarstyrki til listamanna.

      Nefndin samþykkir auglýsingu fyrir sitt leyti.

    • 1212126 – Bjartir dagar

      Rætt um dagsetningar hátíðarinnar en ákveðið var að endurskoða tímasetningar.

      Ákveðið að í ár verði Bjartir dagar haldnir í tengslum við Sumardaginn fyrsta eða dagana 24.-27. apríl.

    • 1402202 – Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi.

      Samkvæmt Ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar er kveðið á um að Ferðamálasamtök Hafnarfjarðar tilnefni árlega áheyrnarfulltrúa til setu á fundum menningar- og ferðamálanefndar.

      Nefndin óskar eftir tilnefningu áheyrnarfulltrúa frá Ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi hefur rétt til setu undir þeim liðum nefndar er varða ferðamál almennt.

    • 1402203 – Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, tilnefning í stjórn.

      Þann 28. mars nk. verður aðalfundur Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins haldinn. Óskað er eftir tilnefningum í stjórn frá sveitarfélögunum.

      Nefndin tilnefnir menningar- og ferðamálafulltrúa í stjórnina.

    • 1402200 – Safnanótt 2014

      Greint frá velheppnaðri Safnanótt í Hafnarfirði og á höfuðborgarsvæðinu öllu.

      Rætt um vel heppnaða dagskrá.

Ábendingagátt