Menningar- og ferðamálanefnd

15. desember 2015 kl. 10:30

í Langeyri, Strandgötu 8

Fundur 257

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Almenn erindi

    • 1511085 – Leiðbeiningaskilti (upplýsingaskilti) og bílastæði við Krýsuvíkurveg

      Úr fundargerð bæjarráðs 23.11.2015:
      3. 1511085 – Leiðbeiningaskilti (upplýsingaskilti) og bílastæði við Krýsuvíkurveg
      Lagt fram bréf dags. 28.okt. 2015 frá Rotaryklúbb Hafnarfjarðar.
      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

      Nefndin tekur jákvætt í erindið varðandi skilti en vísar því áfram til skipulags- og byggingarráðs

    • 1511154 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Úr fundargerð bæjarráðs 23.11.2015
      6. 1511154 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði
      Lagt fram bréf dags. 11.nóv. sl. frá Leikfélagi Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir nýju húsnæði fyrir leikfélag Hafnarfjarðar.
      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

      Gísli Björn Heimisson frá leikfélagi Hafnarfjarðar og Lárus Vilhjálmsson frá Gaflaraleikhúsinu komu á fund nefndarinnar og kynntu stöðu mála.

    • 1511187 – Sveinssafn, rafhitunarkostnaður, styrkumsókn

      Úr fundargerð bæjarráðs 23.11.2015:
      7. 1511187 – Sveinssafn, rafhitunarkostnaður, styrkumsókn
      Lagt fram erindi frá Sveinssafni um beiðni um stuðning v. lokunar borholu í Krýsuvík
      Bæjarráð vísar erindinu til menningar- og ferðamálanefndar.

      Nefndin úthlutar ekki rekstrarstyrkjum.

Ábendingagátt