Menningar- og ferðamálanefnd

25. febrúar 2016 kl. 09:30

í Hafnarborg

Fundur 260

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 16011152 – Viðburðir 2016

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að lista og menningarhátíðin Bjartir dagar verði haldin 22.-24. apríl næstkomandi með þeim fyrirvara að framkvæmd hátíðarinnar sé tryggt nægt fjármagn í fjárhagsáætlun.

    • 1410264 – Bæjarbíó, Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar, rekstur, rekstraraðili

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að þegar núgildandi samningur um rekstur og umsjón Bæjarbíós rennur út vorið 2016 verði reksturinn auglýstur til umsóknar. Áður en til auglýsingar kemur þarf að skoða hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu hvaða takmarkanir friðun innréttinga hússins setur starfseminni.

    • 0704069 – Menningarstefna Hafnarfjarðarbæjar. Endurskoðun stefnu.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að einn liður í Björtum dögum verði opin málstofa um menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

Ábendingagátt