Menningar- og ferðamálanefnd

3. maí 2016 kl. 10:00

í Hafnarborg

Fundur 264

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1604591 – Bæjarbíó - útboð 2016

      Útboðslýsing vegna útboðs á rekstri Bæjarbíós samþykkt og vísað til bæjarráðs.Andri Ómarsson verkefnisstjóri og Kristján Sturluson sviðsstóri stjórnsýslusviðs mættu á fundinn undir þessum dagskrárlið.

    • 1512032 – Reykdalsfélagið, rafminjasafn

      Björn Pétursson kom og kynnti verkefnið. Nefndin tekur jákvætt í erindið. Þar sem ekki er fjármagn til verkefnisins í áætlun yfirstandandi árs leggur nefndin til að málinu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2017. Við fjárhagsáætlunargerðina er mikilvægt að haft sé í huga að um verði að ræða viðbótarfjárframlag þar sem ekki er hægt að taka féð af því fjármagni sem varið er til menningarmála í dag. Nefndin telur mikilvægt að við fjármögnun verkefnisins verði möguleg þátttaka annarra aðila en bæjarins könnuð.

    Almenn erindi

    • 1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi

      Ritara nefndarinnar falið að skoða grundvöll fyrir endurnýjun samnings. Miðað er við að gengið verði út frá sömu forsendum og í fyrri samningi.

    • 1506387 – Friðrikssjóður, sjóður Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur.

      Óskað eftir tilnefninum frá menningar- og ferðamálanefnd í nýja stjórn sjóðsins.

      Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt