Menningar- og ferðamálanefnd

9. júní 2017 kl. 10:30

í Hafnarborg

Fundur 287

Mætt til fundar

  • Unnur Lára Bryde aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1705331 – Sumarviðburðir 2017

      Listi yfir helstu menningarviðburði sumarsins 2017 lagður fram. Samþykkt að fela starfsmönnum stjórnsýslusviðs að vekja athygli á þeim á viðeigandi stöðum s.s. heimasíðu bæjarins, Visit Hafnarfjörður og samskiptamiðlum.

    • 1604024 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur, erindi

      Ársskýrsla Gaflaraleikhússins fyrir árið 2016 lögð fram ásamt ársreikningum, til kynningar.

    • 1706113 – Jólaþorp 2017

      Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins árið 2017. Samþykkt að dagskrá verði í þorpinu fjórar helgar í desember og hefjist hún föstudagskvöldið 1. des. Síðasti opnunardagur verði laugardagurinn 23. desember, þorláksmessa og þá verði opið til 22.00. Starfsmönnum stjórnsýslusviðs er falin framkvæmd Jólaþorpsins.

    Almenn erindi

    • 1704173 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdir, viðræður

      Samþykkt var svohljóðandi umsögn um erindið: Vönduð fornleifaskráning er til fyrir umrætt svæði. Þar eru fornleifar sem falla undir lög um menningarminjar nr. 80/2012. Mikilvægt er að farið verði að lögum við allar framkvæmdir á svæðinu og þær tilkynntar til Minjastofnunar skv. 1. mgr. 21. gr laganna. Bæjarminjavörður er tengiliður Hafnarfjarðarbæjar við Minjastofnun. Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á að einnig verði tekið sérstakt tillit til þeirra stríðsminja sem eru á svæðinu sem ekki njóta verndar samkvæmt lögum en hafa engu að síður mikið menningarsögulegt gildi.

Ábendingagátt