Menningar- og ferðamálanefnd

30. janúar 2018 kl. 10:00

í Hafnarborg

Fundur 298

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 0703234 – Rekstur tjaldsvæðisins á Víðistaðatúni, samstarfssamningur

      Samþykkt að vinna að endurnýjun samnings um rekstur tjaldstæðis. Drög að samningi verði lögð fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

    • 1708274 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018

      Farið yfir verkefni á starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar. Rætt um dagskrá safnanætur og sameiginlega kynningu á dagskrá menningarstofnana á vormisseri.

    • 1801617 – Merking þjóðleiða

      Rætt um merkingar á þjóðleiðum í landi Hafnarfjarðar. Skoða þarf fyrirkomulag merkinga og samhengi þeirra við kort sem gefin hafa verið út með upplýsingum um leiðirnar.

    • 1404154 – Kaldárselsrétt

      Rætt um ástand Kaldárselsréttar, samþykkt að fá álit bæjarminjavarðar á varðveislugildi réttarinnar.

Ábendingagátt