Menningar- og ferðamálanefnd

14. febrúar 2018 kl. 10:00

í Hafnarborg

Fundur 299

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1708274 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2018

      Andri Ómarsson verkefnastjóri var gestur á fundinum. Farið var yfir verkefnin það sem af er ári, með áherslu á vetrarhátíð og safnanótt. Gerð grein fyrir komandi viðburðum og sameiginlegri kynningu á dagskrá menningarstofnana og menningarviðburða á vegum bæjarins.

    • 1801617 – Merking þjóðleiða

      Farið yfir stöðuna á merkingum þjóðleiða í landi Hafnarfjarðar. Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

    • 0703234 – Rekstur tjaldsvæðisins á Víðistaðatúni, samstarfssamningur

      Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

    • 1801223 – Bæjarlistamaður 2018

      Farið yfir ábendingar frá almenningi vegna útnefningar á bæjarlistamanni Hafnarfjarðar árið 2018. Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni 18. apríl.

Ábendingagátt