Menningar- og ferðamálanefnd

21. ágúst 2018 kl. 10:00

í Hafnarborg

Fundur 308

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1502214 – Markaðsstofa Hafnarfjarðar

      Ása Sigríður Þórisdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar og Sigríður Margrét Jónsdóttir formaður stjórnar Markaðsstofu komu á fundinn og fóru yfir þau verkefni Markaðsstofu sem snúa að ferðamálum.

    • 1808248 – Fjárhagsáætlun, menningar- og ferðamálanefnd 2019

      Andri Ómarsson verkefnastjóri viðburða, Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns og Óskar Guðjónsson forstöðumaður Bókasafns komu á fundinn og fóru yfir helstu áherslumál við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

    • 1504338 – Krýsuvík, framtíðarnotkun

      Farið yfir stöðu á starfi starfshóps sem skipaður var árið 2015.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, ósk um nýtt húsnæði

      Málinu var frestað.

    Almenn erindi

    • 1807155 – Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur um endurskoðun menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar og unnin verði aðgerðaáætlun til næstu fimm ára.

    • 1808247 – Hansabærinn Hafnarfjörður

      Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns var gestur fundarins og lagði fram minnisblað um verkefnið.

Ábendingagátt